Fjármagna horfið atvinnuleysi

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mbl.is/Ómar

Ríkið heldur eftir tugum milljarða króna af skattfé sem ætlað er að fjármagna atvinnuleysi sem að mestu er horfið. Atvinnuleysi hefur verið um þrjú prósent síðustu tólf mánuði en tryggingagjaldið er svipað og þegar atvinnuleysi var átta til níu prósent á árunum 2009 til 2010.

Þetta skrifar Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í leiðara fréttabréfs samtakannaSamtökin skora á Alþingi að lækka tryggingagjaldið og hjálpa þannig atvinnulífinu að viðhalda friði á vinnumarkaði og hleypa á sama tíma lífi í ný fyrirtæki frumkvöðla.

Þorsteinn bendir á að hátt tryggingagjald minnki getu fyrirtækja til að hækka laun eða ráða fleiri í vinnu. Þetta komi sérstaklega illa niður á fyrirtækjum í skapandi greinum. Hann segir kjarasamninga fyrir tímabilið 2016 til 2018 vera í uppnámi ef gjaldið verður ekki lækkað. Samningarnir koma til endurskoðunar í febrúar.

Hann segir að hluti kostnaðarauka fyrirtækja af dýrum kjarasamningum muni væntanlega koma fram í formi hækkaðs iðgjalds vinnuveitenda í lífeyrissjóði og m.a. af þeirri ástæðu sé brýnt að ríkið komi til móts við atvinnulífið með lækkun tryggingagjalds.

Á staðgreiðsluárinu 2015 er tryggingagjaldshlutfallið samtals 7,49%. Þar af er tryggingagjaldið sjálft 6,04%, atvinnutryggingagjald 1,35%, og síðan bætast við gjald í ábyrgðasjóð launa, þ.e. 0,05% og markaðsgjald, sem er 0,05%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK