„Það hrúguðust allir á brettið“

Fyrstu viðskiptavinir voru mættir með teppi fyrir utan Elko klukkan …
Fyrstu viðskiptavinir voru mættir með teppi fyrir utan Elko klukkan fimm í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

„Um leið og fólkinu var hleypt inn myndaðist svona ástand eins og maður sér í bíómyndunum. Það hrúguðust allir á brettið. Örugglega 40 til 50 manns og svo þegar fólkið hvarf var brettið tómt. Þetta var eiginlega eins og galdrabragð,“ segir Óttar Örn Sigurðsson, innkaupastjóri hjá Elko, í samtali við mbl.is.

Miðað við auglýsingaflóð verslana hefur það líklega farið fram hjá fáum að í dag er svokallaður „Black Friday“ útsöludagur. Hefðin fylgir þakkagjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum og þykir jafn sjálfsagður hlutur að gera góð kaup í dag líkt og það var að borða kalkún í gær.

Þeir fyrstu mættir klukkan fimm

Á síðustu árum sífellt fleiri íslenskar verslanir verið að taka þátt og virðist nokkur kraftur kominn í þetta núna. „Þetta fór fram úr öllum væntingum og það var biðröð fram hjá Krónunni þegar við opnuðum,“ segir Óttar um útsöluna í Elko í Lindum í morgun. Hann segir fyrstu viðskiptavini hafa verið mætta klukkan fimm í morgun og að mikill áhugi hafi verið fyrir hendi, enda líklega kærkomið að fá vörur á niðursettu verði rétt fyrir jól.

Óttar segir Playstation 4 tölvur hafa verið vinsælastar og voru þær á brettinu sem vísað var til að framan og tæmdist á sextíu sekúndum. Varan var á þrjátíu prósenta afslætti.

Þetta var í fyrsta skipti sem Elko tók þátt í Black Friday en Óttar segir alveg öruggt að verslunin verði með að ári liðnu.

Svar við alþjóðlegri samkeppni

„Það er alveg greinilegt að þetta hefur vaxið og það er mjög góð þróun. Við erum í alþjóðlegri samkeppni og þetta er okkar liður til þess að svara henni,“ segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „Ég held að það sé alveg augljóst að sífellt fleiri eru að koma um borð.“

Hún segir að íslenskar verslanir þurfi í auknum mæli að huga að alþjóðlegri samkeppni þar sem tilboðsdagar fyrir jólavertíðina eru að verða algengari. Margrét segir þetta vera viðleitni verslana til þess að halda versluninni heima. „Bæði hafa utanlandsferðir aukist og verslun á netinu og kaupmenn eru einfaldlega að svara því,“ segir hún.

Frá Black Friday í New York Bandaríkjunum í morgun.
Frá Black Friday í New York Bandaríkjunum í morgun. AFP
Vinsælt er að nýta útsölurnar fyrir jólagjafakaup.
Vinsælt er að nýta útsölurnar fyrir jólagjafakaup. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK