Skuldastaða sjávarútvegsins fer batnandi

Skammtímafjármögnun eykst en langtímaskuldir lækka.
Skammtímafjármögnun eykst en langtímaskuldir lækka.

Skuldastaða fyrirtækja í sjávarútvegi hefur batnað á síðustu árum eftir að hafa náð hámarki 2009. Það ár fóru skuldir útgerðarinnar í 494 milljarða króna.

Í lok síðasta árs voru þær komnar niður í 363 milljarða króna en höfðu þó vaxið frá árinu 2013 þegar þær stóðu í 341 milljarði króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Í henni segir að þegar fjármögnunarhreyfingar sjávarútvegsfélaga eru skoðaðar, sjáist að batnandi afkoma þeirra hafi gert þeim kleift að greiða niður langtímaskuldir. Þannig nemi afborganir af lánum, umfram nýjar lántökur, um 129 milljörðum á síðustu sjö árum. Þrátt fyrir það hafi skuldsetning fyrirtækjanna aukist á síðasta ári og segir bankinn að það bendi til þess að þau fjármagni sig í auknum mæli með skammtímalánum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka