Ekkert svigrúm til lækkunar

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. mbl.is/Kristinn

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir arðsemi félagsins á síðustu árum hafa verið óviðunandi og að ekkert svigrúm sé til lækkunar á bensínverði á borð við þá sem Samkeppniseftirlitið nefnir í nýútkominni skýrslu. Hann hafnar alfarið staðhæfingum um einhverskonar samhæfingu í verðlagningu.

Samkeppniseftirlitið birti í morgun skýrslu um eldsneytismarkaðinn. Þar kom m.a. fram að neytendur eru taldir hafa greitt 4 til 4,5 milljörðum of mikið fyrir eldsneyti á síðasta ári. Í skýrslunni segir að álagning á bifreiðaeldsneyti hafi verið óeðlilega há sem nemur allt að 18 krónum með virðisaukaskatti á hvern lítra bensíns og 20 krónum með virðisaukaskatti á hvern lítra dísilolíu á árinu 2012.

Rekið í kringum núllið

Jón bendir á að Olís hafi verið rekið í kringum núllið á síðustu árum. „Við erum að reyna að reka félagið með einhverri arðsemi fyrir okkar fjárfesta og arðsemin hefur verið óviðunandi síðustu ár. Það er ekkert svigrúm fyrir lækkun sem nemur 15 krónum. Við erum að selja um 100 milljónir lítra á smásölumarkaði. Ef við ætlum að fara lækka verðið um 15 krónur væri það um 1,5 milljarður króna sem við yrðum af í tekjum,“ segir Jón.

Áhuga á að selja Costco og Krónunni

Í skýrsl­unni er bent á að ís­lensku olíu­fé­lög­in starfi flest á öll­um stig­um markaðar­ins, s.s. inn­flutn­ingi, birgðahaldi, dreif­ingu, heild­sölu og smá­sölu, og telj­ast því lóðrétt samþætt. Annað tveggja fé­laga sem ann­ast birgðahald og dreif­ingu hér á landi er Ol­íu­dreif­ing, sem er og hef­ur verið lengi í sam­eig­in­legri eigu N1 og Olís.

Þrátt fyrir þetta mótmælir Jón öllum staðhæfingum um aðgangshindranir. 

„Bæði Costco og Krónan hafa verið að undirbúa komu á markaðinn. Við höfum fundað með fulltrúum beggja félaga um möguleikann á því að kaupa af okkur eldsneyti. Við höfum tekið því vel og höfum mikinn áhuga á að selja þeim eldsneyti,“ segir hann.

Hvað eignatengsl varðar segir hann skýrsluna vel geta átt við um íslenska matvörumarkaðinn, sem og tryggingabransann, eða aðra markaði þar sem þrjú til fimm ráðandi félög eru starfandi og lífeyrissjóðirnir helstu eigendur.

Að lokum segir Jón samanburð við Bretland, líkt og kemur fram í skýrslunni, hvorki vera raunhæfan né sanngjarnan. „Við erum að tala um markað sem er 200 sinnum stærri en sá íslenski í mannfjölda. Ef við bara veltum fyrir okkur stærðum er verið að selja 33 milljarða lítra á breska markaðnum en tæplega 300 milljónir á þeim íslenska. Það er um hundraðfaldur munur. Aðstæður eru allt öðruvísi og þá á eftir að taka tillit til flutningskostnaðar, þéttleika byggðar og annarra atriða.“

Hér má finna frummats­skýrslu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Frétt mbl.is: N1: „Eng­in sam­hæfð verðlagn­ing“

Forstjóri Olís hefur fundað með fulltrúum Costco og Krónunnar og …
Forstjóri Olís hefur fundað með fulltrúum Costco og Krónunnar og hefur áhuga á samstarfi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK