Lilja Pálsdóttir til Landsbankans

Lilja Pálsdóttir
Lilja Pálsdóttir

Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Mörkuðum Landsbankans. Hún mun sinna eignastýringu fyrir lögaðila í einkabankaþjónustu hjá Landsbankanum.

Lilja hefur unnið á á fjármálamarkaði frá árinu 2006. Frá árinu 2011 vann hún hjá Arion banka við gjaldeyris- og afleiðumiðlun í markaðsviðskiptum. Hún vann á eldsneytissviði Skeljungs frá 2010 til 2011 við innkaupastýringu og áhættuvarnir vegna eldsneytiskaupa. Á árunum 2006 til 2010 vann hún í afleiðudeild Íslandsbanka.

Lilja lauk M.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og hefur lokið námi í verðbréfaviðskiptum.

Lilja mun hefja störf hjá Landsbankanum fljótlega eftir áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK