Stefnt að 360 milljóna afgangi 2016

Hafnarfjörður
Hafnarfjörður

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2016 - 2019 var samþykkt í nótt en hún gerir ráð fyrir rúmlega 360 milljóna króna rekstrarafgangi á A og B hluta. Áætlað veltufé frá rekstri samantekið fyrir A og B hluta er 3,3 milljarðar króna sem er um 15% af heildartekjum sveitarfélagsins. Aukið veltufé er grunnforsenda þess að árangur náist í að lækka skuldir bæjarfélagsins, segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Í nýsamþykktri áætlun er áhersla lögð á óbreytt þjónustustig í bæjarfélaginu. Leikskólagjöld breytast ekki annað árið í röð. Fasteignaskattur mun hækka á móti lækkun vatns- og fráveitugjalda þannig að álögur á íbúa aukast ekki. Þetta eykur jafnframt afslátt til aldraðra og öryrkja af fasteignaskatti. Fyrir árslok 2015 verða erlendar skuldir bæjarfélagsins greiddar upp að stærstum hluta þannig að á nýju ári verða nær allar skuldir bæjarfélagsins í íslenskum krónum.

7% meira í fræðslu- uppeldismál

Fjárheimild vegna fræðslu- og uppeldismála hækkar um 644 milljónir króna á milli ára eða um 7%. Áfram verður lögð áhersla á bættan námsárangur í læsi og stærðfræði auk þess sem áframhaldandi tæknivæðing mun eiga sér stað í leik- og grunnskólum.

Grunnskólanemum fjölgar um 103 milli ára á meðan leikskólabörnum fækkar um 83 miðað við óbreyttan inntökualdur og verður brugðist við því. Gert er ráð fyrir að öll börn sem fædd eru í mars 2015 og fyrr komist inn á leikskóla haustið 2016.

Stórir árgangar eru í yngstu bekkjum grunnskóla og hefur aðsókn í frístundadvöl aukist í samræmi við það. Á næsta ári má búast við að allt að 80 fleiri börn nýti þjónustuna sem kallar á fjölgun starfsmanna.

Fjárveiting vegna niðurgreiðslu þátttökugjalda hækkar. Nú geta foreldrar/forráðamenn fengið niðurgreiðslu vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna sinna í öðrum sveitafélögum, sem er nýjung. Nemendur í 8. – 10. bekk munu fá í kringum 13% launahækkun fyrir vinnu sína í Vinnuskólanum. Aukin áhersla verður jafnframt lögð á forvarnir m.a. með samstarfi við Samtökin 78 og Rauða krossinn, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK