Verð á evru lækkaði um 0,7 prósent í nóvember en bandaríkjadalur hækkaði um 3,4 prósent og sterlingspundið um 1,1 prósent. Evran er búinn að lækka nokkuð jafnt seinustu tólf mánuði og kostar evran nú um 14 krónur minna en fyrir ári síðan.
Heildarveltan á millibankamarkaði með gjaldeyri í mánuðinum nam 21,8 milljarði króna sem er 43 prósent minni velta en í október. Alls var veltan í nóvember 72 prósent minni en þegar hún náði hámarki á ágústmánuði.
Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.
Gjaldeyrissöfnun Seðlabankans hélt áfram en alls keypti Seðlabankinn 72 milljónir evra, eða að jafnvirði 21 milljarð króna, í nóvembermánuði sem samsvarar 46 prósentum af veltu mánaðarins.
Nettókaup bankans frá byrjun árs 2011 nema 2,5 milljörðum evra.
Raungengið lækkaði um eitt prósent milli mánaða í nóvember. Það er þó enn 8,7 prósentum hærra en fyrir ári síðan.