Landsbanki fær 4 milljarða lán

mbl.is/Eggert

Lands­bank­inn og Nor­ræni fjár­fest­ing­ar­bank­inn (NIB) hafa und­ir­ritað lána­samn­ing til fimm ára, að fjár­hæð 30 millj­ón­ir evra (jafn­v­irði um 4,2 millj­arða króna). Þetta er fyrsta óveðtryggða lánið sem NIB veit­ir ís­lensk­um banka frá því að fjár­magns­höft voru sett á árið 2008.

Fram kem­ur á vef Lands­bank­ans, að samn­ingn­um um lán­aramm­ann sé kveðið á um að Lands­bank­inn end­ur­láni upp­hæðina til verk­efna sem efla sam­keppn­is­stöðu lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja og til að fjár­magna um­hverf­i­s­væn verk­efni á Íslandi.

Þá seg­ir, að Lands­bank­inn hafi veitt láns­fjár­magni sem falli und­ir of­an­greinda skil­grein­ingu til verk­efna og fyr­ir­tækja í ýms­um at­vinnu­grein­um og fjár­mögn­un NIB gefi Lands­bank­an­um færi á að efla enn frek­ar lán­veit­ing­ar til slíkra verk­efna.

„Að mati Nor­ræna fjár­fest­ing­ar­bank­ans er ramm­inn mik­il­væg­ur liður í því að stuðla að fjár­fest­ingu lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja á Íslandi. Við telj­um að af­nám gjald­eyr­is­hafta muni ýta frek­ar und­ir efna­hags­leg­an bata á Íslandi. Við álít­um að í stjórn efna­hags­mála í land­inu hafi verið stig­in nauðsyn­leg skref til að tryggja að banka­kerfið stand­ist álagið þegar höft­un­um verður aflétt,“ er haft eft­ir Henrik Normann, for­stjóra Nor­ræna fjár­fest­ing­ar­bank­ans.

„Und­ir­rit­un­in í dag mark­ar ánægju­leg­an áfanga í upp­bygg­ingu trausts á er­lend­um fjár­mála­mörkuðum. Lán­veit­ing NIB ásamt ný­leg­um skulda­bréfa­út­gáf­um Lands­bank­ans í evr­um, sænsk­um krón­um og norsk­um krón­um eru skýr dæmi um aukið traust er­lendra fjár­festa á Lands­bank­an­um og ís­lensku efna­hags­lífi. Lands­bank­inn hef­ur und­an­far­in ár mark­visst unnið að því að auka fjöl­breytni og styrk fjár­mögn­un­ar bank­ans jafnt í ís­lensk­um krón­um sem í er­lendri mynt. Láns­kjör­in í samn­ingn­um við NIB eru bank­an­um hag­felld og styðja við mark­mið bank­ans um að lækka fjár­mögn­un­ar­kostnað og auka fjöl­breytni lán­veit­enda í er­lendri mynt. Auk­inn áhugi er­lendra fjár­festa og aðgang­ur að er­lendu láns­fé á hag­stæðum kjör­um eru mjög mik­il­væg fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf,“ er haft eft­ir Steinþóri Páls­syni, banka­stjóra Lands­bank­ans.

NIB er fjölþjóðleg lána­stofn­un í eigu átta aðild­ar­ríkja; Dan­merk­ur, Eist­lands, Finn­lands, Íslands, Lett­lands, Lit­há­ens, Nor­egs og Svíþjóðar. Bank­inn fjár­magn­ar verk­efni sem fela í sér gagn­kvæma hags­muni fyr­ir lán­tak­end­ur og aðild­ar­rík­in. NIB hef­ur hæstu mögu­legu láns­hæfis­ein­kunn, AAA/​Aaa, frá alþjóðlegu láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­un­um, Stand­ard & Poor’s og Moo­dy’s.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK