Norðursigling tilnefnd til verðlauna

Myndin er af umhverfisvænu skonnortunni Ópal á siglingu við Grænlandsstrendur …
Myndin er af umhverfisvænu skonnortunni Ópal á siglingu við Grænlandsstrendur nú í sumar. Mynd/Norðursigling

Um­hverf­i­s­væna hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Norður­sigl­ing á Húsa­vík hef­ur verið til­nefnt til stærstu um­hverf­is- og viðskipta­verðlauna Evr­ópu, GreenTec Aw­ards, í flokki ferðamála.

Net­kosn­ing er nú haf­in um hver þeirra tíu aðila, sem til­nefnd­ir eru í hverj­um flokki, lend­ir í einu af efstu þrem­ur sæt­un­um en dóm­nefnd vel­ur síðar sig­ur­veg­ar­ann úr þeim hópi. Verðlaun­in eru veitt í sex­tán flokk­um og er Norður­sigl­ing til­nefnd í flokkn­um „Ferðalög“ (e.Tra­vel Ca­teg­ory).

Norður­sigl­ing hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem Íslend­ing­ar eru beðnir um að leggja fyr­ir­tæk­inu lið og taka þátt í net­kosn­ing­unni. 

„Þetta er mik­ill heiður fyr­ir okk­ur og viður­kenn­ing á þeirri um­hverf­i­s­vænu veg­ferð sem við höf­um markað okk­ur.“

Norður­sigl­ing er fyrsta hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækið í heim­in­um sem býður upp á hvala­skoðun­ar­sigl­ing­ar án þess að jarðefna­eldsneyti sé notað en fyr­ir­tækið hef­ur, í sam­starfi við fleiri aðila, þróað um­hverf­i­s­væn­an raf­búnað sem knýr skonn­ort­una Opal.

„Þetta er svo­lítið eins og að vera til­nefnd­ur til Óskar­sverðlauna og að sama skapi vek­ur þetta at­hygli á Íslandi sem um­hverf­i­s­væn­um áfangastað,“ seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert.

Norður­sigl­ing hlaut ný­verið silf­ur­verðlaun World Responsi­ble Tourism Aw­ards 2015 á World Tra­vel Mar­ket (WTM) í London sem er ein stærsta ferðasýn­ing í heim­in­um.

Norður­sigl­ing hef­ur einnig hlotið verðlaun og viður­kenn­ing­ar hér­lend­is en fyr­ir­tækið hlaut Um­hverf­is­verðlaun Ferðamála­stofu í annað sinn nú í ár og var valið fyr­ir­tæki árs­ins af ferðaþjón­ustuaðilum á Norður­landi í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK