Arion valinn banki ársins

Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, veitti viðurkenningunni móttöku fyrir …
Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd bankans. Mynd/Arion banki

Tíma­ritið The Ban­ker, sem gefið er út af The Fin­ancial Times, hef­ur valið Ari­on banka sem banka árs­ins á Íslandi árið 2015. Er þetta í annað sinn á síðastliðnum þrem­ur árum sem Ari­on banki vinn­ur þessi banka­verðlaun. Stefán Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Ari­on banka, veitti viður­kenn­ing­unni mót­töku fyr­ir hönd bank­ans.

Í til­kynn­ingu frá Ari­on er greint frá rök­stuðningi fyr­ir vali The Ban­ker tíma­rits­ins en þar kem­ur fram að horft hafi verið til þess að rekst­ur bank­ans hafi gengið vel og skilað mjög góðri af­komu á sama tíma og kostnaðar­hlut­fall bank­ans sé lágt.

Vel þykir hafa tek­ist til við að byggja upp al­hliða fjár­mála­fyr­ir­tæki og auka þátt þókn­ana­tekna í tekj­um bank­ans, ekki síst á sviði eign­a­stýr­ing­ar og fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi.

Þátt­ur dótt­ur­fé­laga bank­ans þykir einnig markverður í þessu sam­hengi og þá ekki síst þátt­ur sjóðsstýr­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Stefn­is og Valitor sem m.a. er með vax­andi starf­semi á er­lend­um vett­vangi og var fyrr á ár­inu valið til að þjón­usta ApplePay í Bretlandi.

Tekið var til þess að Ari­on banki hef­ur náð góðum ár­angri við að lækka fjár­mögn­un­ar­kostnað sinn og var fyrst­ur ís­lenskra banka síðan 2008 til að gefa út skulda­bréf í evr­um til breiðs hóps fjár­festa fyrr á ár­inu. Skulda­bréfið var að upp­hæð 300 millj­ón­ir evra og hafa viðskipti á eft­ir­markaði gengið vel og álag yfir milli­banka­vexti lækkað að sögn Ari­on.

Við valið á Ari­on banka sem banka árs­ins á Íslandi var einnig horft til þess ár­ang­urs sem bank­inn hef­ur náð með hraðþjón­ustu sinni, lausn­um eins og net­banka, nýj­um hraðbönk­um og ekki síst Ari­on app­inu, sem nýt­ur mik­illa vin­sælda.

Áhersla Ari­on banka á að styrkja og efla ný­sköp­un­ar­um­hverfið á Íslandi í gegn­um Startup Reykja­vík og Startup Energy Reykja­vík, sem og fjár­fest­ing bank­ans um millj­arð króna í Eyr­um Sprot­um, þykir einnig eft­ir­tek­arverð.

Smáraútibú Arion banka.
Smára­úti­bú Ari­on banka.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK