Kvarta undan Fríhöfninni

Samtökin segja samkeppnislega röskun felast í verslunarrekstri hins opinbera.
Samtökin segja samkeppnislega röskun felast í verslunarrekstri hins opinbera. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Samtök verslunar og þjónustu hafa sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna starfsemi Fríhafnarverslunarinnar ehf. í Flugstöð Leif Eiríkssonar.

Samtökin segja samkeppnislega röskun felast í verslunarrekstri hins opinbera í flugstöðinni. Þess er krafist að starfsemin verði tekin til skoðunar.

Í kvörtun SVÞ er bent á að Fríhafnarverslunin ehf., sem er í opinberri eigu, á og reki alls sex verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nánar tiltekið brottfaraverslun, Victoria´s Secret, Iceland Dutyfree, Dutyfree utan Schengen, Dutyfree Fashion og komuverslun.

„Í skjóli niðurfellingu á opinberum gjöldum hafa þessar verslanir boðið upp á vörur á verulega lægra verði en viðgengst á almennum markaði,“ segja samtökin í kvörtuninni.

„Þá hafa þær í síauknum mæli höfðað til breiðari viðskiptahóps en eingöngu þeirra sem ferðast um flugstöðina.“

Benda SVÞ sérstaklega á pöntunarþjónustu verslananna þar sem hægt er að versla tollfrjálsar vörur án þess þó að sá hin sami og verslar þurfi að sækja þær í eigin persónu, þ.e. viðskiptavinurinn þarf því aldrei að fara í gegnum flugstöðina.

Félag atvinnurekenda hefur einnig gert ítrekaðar athugasemdir við fyrrnefnda pöntunarþjónustu.

Frétt mbl.is: Spyr aftur um „stærsta snyrtivörusala landsins“

Samtökin vísa þá jafnframt til þess að tollfrjálsu verslanirnar hafi sýnt það í verki að starfsemi þeirra sé í beinni samkeppni við verslanir og fyrirtæki á hinum almenna markaði.

„Má þessu til stuðnings benda á að þær hafa síendurtekið haldið úti bæði verðkönnunum og verðsamanburð við verslanir í Reykjavík og viðhaft verðyfirlýsingar í þeirri samkeppni.“

Af slíkum yfirlýsingum megi ráða að krafan sé að að vörurnar í verslunum Fríhafnarinnar séu alltaf á lægra verði en í verslunum í Reykjavík og í það minnsta á lægra verði en sem nemur virðisaukaskatti hverju sinni.

„Óneitanlega er samkeppni við slíka viðskiptahætti og skattalega forgjöf verulega erfið í alla staði og skaðleg,“ segir í kvörtun SVÞ.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK