Lögbann á efni SkjásEins hjá Vodafone

Mynd/mbl.is

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sett lögbann á upptöku og ólínulega miðlun Vodafone á sjónvarpsefni SkjásEins. Vodafone er talið brjóta gegn dreifingarsamningi við Símann og miðla þannig sjónvarpsefni SkjásEins með óleyfilegum hætti til viðskiptavina sinna.

Ágreiningur félaganna vegna breyttrar þjónustu SkjásEins hefur verið til skoðunar hjá stjórnvöldum; hjá Samkeppniseftirlitinu, Póst- og fjarskiptastofnun og fjölmiðlanefnd.

Tekist hefur verið á um hvort svokölluð Tímavél Vodafone og Frelsi heyrðu til línulegrar eða ólínulegrar dagskrár.

Síminn heldur því fram að sú þjónusta sé ólínuleg og undir það hefur fjölmiðlanefnd tekið.

Í tilkynningu er haft eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, að fyrirætlanir fyrirtækisins um að hafa Skjáeinn í opinni línulegri dagskrá að kostnaðarlausu gangi aðeins upp sjái auglýsendur hag í að auglýsa á stöðinni og standa þannig undir rekstri hennar.

Sólarhring aftur í tímann

Með Tímavélinni hjá Vodafone býðst viðskiptavinum með gagnvirka sjónvarpsþjónustu að flakka allt að sólarhring aftur í tímann og horfa á dagskrárliði sem sýndir voru á tímabilinu. 

Þar á meðal á SkjáEinn, sem nú hefur verið sett lögbann á.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK