Stýrivextir hækka vestanahafs

Janet Yellen ávarpaði blaðamenn eftir að tilkynnt var um hina …
Janet Yellen ávarpaði blaðamenn eftir að tilkynnt var um hina sögulegu ákvörðun. AFP

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í dag í fyrsta sinn í sjö ár. Vextirnir hafa staðið nærri núlli frá 2008 en voru hækkaðir um 0,25%. Í yfirlýsingu frá bankanum sagði að efnahagslífið hefði tekið við sér, að neysla og fjárfestingar hefðu aukist, og að frekari bati hefði átt sér stað á húsnæðismarkaði.

Janet Yellen seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi að ákvörðun bankans markaði endalok tímabils þar sem stýrivöxtunum hefði verið haldið nærri núlli til að styðja við efnhagsbata í kjölfar verstu fjármálakrísu sögunnar frá Kreppunni miklu.

Hún sagði mikið vatn runnið til sjávar frá efnahagshruninu 2008 en að normalísering myndi eiga sér stað með tíð og tíma.

Ný störf hafa orðið til í Bandaríkjunum í hverjum mánuði síðan í október 2010. Sumir hafa lýst efasemdum um ágæti stýrivaxtahækkunarinnar, m.a. vegna vinnumarkaðarins en mikill fjöldi fólks hefur hætt atvinnuleit.

Hækkanir urðu á mörkuðum í aðdraganda ákvörðunarinnar, sem þykir til marks um að Bandaríkin séu komin á beinu brautina eftir hrunið. Það var Ben Bernanke, fyrrverandi seðlabankastjóri, sem markaði núllvaxtastefnuna, sem hann fylgdi eftir með svokallaðri magnbundinni íhlutun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK