Vilja ekki hugmyndafræði auðhringa

Rio Tinto Alcan á álverið í Straumsvík.
Rio Tinto Alcan á álverið í Straumsvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stjórn Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) segist fordæma vinnubrögð Rio Tinto vegna framkomu þeirra við kjarasamninga við starfsmenn fyrirtækisins í Straumsvík. „Að fyrirtækið sé tilbúið að valda sér ómældu fjárhagslegu tjóni til að ná lægst launuðu störfunum í verktöku, vekur upp þá spurningu að eitthvað annað búi að baki,“ segir í tilkynningunni.

Bendir stjórn VM á að Rio Tinto verði að átta sig á því að með því að standa í „vegi fyrir eðlilegum launahækkunum til starfsmanna sinna þá er það ekki aðeins að valda sér fjárhagslegum skaða, heldur um leið er fyrirtækið að byggja upp almenna andúð á alþjóðlegum auðhringum.“ Segir í tilkynningunni að þetta kalli á að Íslendingar hafi skoðun á því hverskonar fyrirtæki landsmenn vilji að starfi hér á landi.

„Sýnum eigendunum að við látum ekki beygja okkur né þvinga líkt og þeir hafa náð fram víðsvegar um heiminn þar sem fyrirtækið starfar. Við viljum ekki þeirra hugmyndafræði inn á íslenskan vinnumarkað,“ segir að lokum í tilkynningu VM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK