Breyta mysu í vín

Hægt er að vinna vínanda úr mysunni sem fellur til …
Hægt er að vinna vínanda úr mysunni sem fellur til við osta- og skyrgerð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áfengi unnið úr mysu. Það hljómar kannski misvel í eyrum manna en Mjólkursamsalan leitar samt sem áður leiða til þess að koma því á markað. Þetta verður líklega gert í samstarfi við íslenska áfengisframleiðandann Foss Distillery sem bruggar meðal annars Björk og Birki snöfsin.

Björn Sigurður Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS, segir fyrirtækið vera að leita leiða til þess að fullvinna sínar afurðir. Það sé bæði hagkvæmt og umhverfisvænt.

Mysa fellur til við osta- og skyrgerð en auk þess að innihalda ýmis steinefni og vítamín er í henni mjólkursykur. MS hefur um nokkurn tíma verið að reyna nýta mysuna betur og þá meðal annars með því að búa til mysupróteinþykkni sem notað er í Hleðslu.

Hugsunin er að þykkja mjólkursykurinn og búa til úr honum etanól, eða sem kallað er spíri í daglegu máli. 

Í framhaldi af því er hægt að nota spírann til nokkrar afurðir, líkt og vín, í iðnað eða sem eldsneyti. Björn segir mestan ávinning að hafa upp úr víninu og er því helst verið að skoða þá leið þrátt fyrir öðru sé einnig haldið opnu.

Fá styrk til rannsókna

Mjólkursamsalan fékk á dögunum vilyrði frá Tækniþróunarsjóð fyrir styrk til þróunar á hugmyndinni. Ekki hefur verið samið um styrkinn en farið verður yfir málin á næstunni.

Björn bendir á að styrkurinn sé þannig uppbyggður að mótframlag sem jafngildir honum þurfi að koma til af hálfu fyrirtækisins. „Stóru fyrirtækin koma inn í þetta til þess að skaffa mótframlag og rannsóknarpeningurinn fer því í rannsóknarstarfið hjá stofnunum og sprotafyrirtækjum,“ segir Björn.

Þetta verkefni verður unnið í samstarfi við Matís og mun styrkurinn því renna þangað. 

Mjólkursamsalan hefur ekki mikla reynslu í víngerð og hefur því leitað til íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Foss Distillery. Björn segir þá hafa tekið vel í hugmyndina þar sem ákveðinn sjarmi fylgi því að geta notað íslenskan spíra í áfengið.

Frétt mbl.is: Tappa íslenska birkinu á flöskur

Styrkurinn er til þriggja ára en Björn vonast til þess að verkefnið gangi aðeins hraðar. Aðspurður hvort um mikla fjárfestingu sé að ræða segir hann nokkurn kostnað fylgja því að koma upp verksmiðju. „En það er eitthvað sem við teljum þess virði. Við fáum betri nýtingu og það er umhverfislegur ávinningur,“ segir Björn.

MS hefur verið að huga að fleiri nýsköpunarverkefnum undanfarið en fyrirtækið vinnur nú einnig að að þróun á tilbúnum drykkjum í samstarfi við Codland. 

Cod­land hef­ur unnið að þróun hágæða kolla­genvöru úr ís­lensku þorskroði í sam­starfi við Matís og með styrk frá Tækniþró­un­ar­sjóði. Mark­miðið er að búa til nátt­úru­lega vöru sem teng­ir sam­an land­búnað og sjáv­ar­út­veg.

Frétt mbl.is: Mjólkurdrykkur með þorskroði á markað

Mjólkursamsalan hefur fengið vilyrði um styrk til þróunar á hugmyndinni.
Mjólkursamsalan hefur fengið vilyrði um styrk til þróunar á hugmyndinni. mbl.is/Kristinn
Foss distillery hefur áhuga á því að nota íslenskt etanól …
Foss distillery hefur áhuga á því að nota íslenskt etanól til framleiðslunnar. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka