Flugmiðinn hækkaði um 16,9%

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 16,9% í desember
Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 16,9% í desember mbl.is/Baldur Arnarson

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er 2% á Íslandi og því enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands sem er 2,5%. Verðbólgan er því það sama og í síðasta mánuði en hún hefur ekki náð upp í verðbólgumarkmið Seðlabankans það sem af er ári.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember 2015 hækkaði um 0,33% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,28% frá nóvember.

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 16,9% (áhrif á vísitöluna 0,19%) og kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkaði um 0,4% (0,12%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 0,4%.

Meðalvísitala neysluverðs árið 2015 er 1,6% hærri en meðalvísitala ársins 2014. Samsvarandi breyting var 2,0% árið 2014 og 3,9% 2013.

Meðalvísitala neysluverðs án húsnæðis árið 2015 er 0,1% hærri en meðalvísitala ársins 2014. Samsvarandi breyting var 0,8% árið 2014 og 3,8% 2013, samkvæmt Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK