Hækkanir skila ekki meiri verðbólgu

Gjaldskrárhækkanir munu ekki hækka ársverðbólgu að neinu ráði um áramótin.
Gjaldskrárhækkanir munu ekki hækka ársverðbólgu að neinu ráði um áramótin. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkrar gjaldskrárhækkanir eru í kortunum. Gjaldskrártekjur á hverju sviði Reykjavíkurborgar hækka að meðaltali um 3,2 prósent um áramótin og einnig munu stjórnvöld hækka bensíngjald og kolefnisgjald.

Lítraverð bensins gæti þá hækkað um 2,2 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og hækkun olíugjalds og kolefnisgjalds gæti hækkað lítraverð á dísilolíu um 1,9 krónur.

Frétt mbl.is: Hvað mun hækka í Reykjavík?

Í Markaðspunktum Greiningardeildar Arion er þó tekið fram að þessar hækkanir muni ekki hækka ársverðbólgu að neinu ráði um áramótin þar sem á móti vegur afnám tolla á föt og skó auk útsöluáhrifa í janúar.

Næstu mánuði er útlit fyrir að verðbólgan verði rétt yfir tveimur prósentum og lækki síðan í 1,7 prósent í mars að mati Greiningardeildar Arion.

Til skamms tíma eru því verðbólguhorfur áfram góðar og má rekja það helst til styrkingu krónunnar undanfarna mánuði og lækkun olíuverðs.

Gert er ráð fyrir að ársverðbólga verði að meðaltali tvö prósent á fyrsta fjórðungi næsta árs og er það nokkuð undir spá Seðlabankans í síðustu Peningamálum, en þar var gert ráð fyrir 2,7 prósent verðbólgu.

Það er því útlit fyrir að verðbólgukúfurinn komi seinna en áætlað var og verði jafnvel minni en áður var spáð. „Því kæmi ekki á óvart ef tónn peningastefnunefndar yrði áfram frekar mildur á fyrstu mánuðum næst árs,“ segir Greiningardeild Arion.

Hér má lesa Markaðspunktana í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK