10 milljónir í aðstoð við kakóbændur

Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssvið Nóa Síríus, ásamt …
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssvið Nóa Síríus, ásamt kakóbændum.

Nói Síríus hefur á þessu ári veitt yfir tíu milljónum króna til hins svokallaða QPP verkefnis en það vinnur að því að bæta hag kakóbænda og fjölskyldna þeirra. 

Peningurinn sem lagður er í verkefnið er notaður til að efla skólastarf fyrir börn, bæta vinnuskilyrði fyrir fullorðna fólkið og auka aðgengi allra að hreinu vatni og heilsugæslu.

Nói Síríus gerðist aðili að verkefninu undir lok síðasta árs og er eina íslenska fyrirtækið sem tekur þátt í því. Síðan hefur allt súkkulaði fyrirtækisins verið unnið úr kakóbaunum sem koma frá svæðum þar sem QPP er við lýði.

Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssvið Nóa Síríus, segir mikla þörf hafa verið fyrir verkefnið á þessum svæðum og að mikil framför hafi átt sér stað með tilkomu þess.

„Við erum mjög ánægð með að geta lagt okkar af mörkum,“ segir Kristján og bætir við að fyrirtækið muni áfram verði hluti af QPP.

Þá tekur hann fram að þrátt fyrir að vinnuskilyrðin hafi batnað hafi það ekki haft nein áhrif á bragðið af súkkulaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK