„Löglegt en algjörlega siðlaust“

Eignarhaldsfélagið Arctic, sem er í eigu sama aðila og á …
Eignarhaldsfélagið Arctic, sem er í eigu sama aðila og á Drífu ehf., sem heldur utan um rekstur Icewear verslananna, keypti húsnæði The Viking og Vísis fyrir ári síðan og ætlar að opna þar verslun. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjavíkur veitti í morgun eignarhaldsfélaginu Arctic, sem er í eigu sama aðila og á Icewear búðirnar, heimild til þess að bera út verslanirnar The Viking og Vísi á Laugavegi. Félagið keypti húsnæðið fyrir síðustu áramót og hyggst opna þar eigin verslun.

Sigurður Guðmundsson, eigandi The Viking og Vísis, ætlar mjög líklega að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.

Langar deilur

Sigurður hefur átt The Viking verslunina um árabil en keypti rekstur Vísis árið 2011 þegar fyrrum eigandinn Þórir Sigurbjörnsson lét af störfum. Verslunin fagnaði 100 ára afmæli hinn 5. desember sl.

Deilur milli Icewear og The Viking hafa staðið yfir um nokkurn tíma en upphaf þeirra má rekja til þess að síðarnefnda verslunin hóf að flytja inn túristavörur frá Kína en hafði áður keypt stóran hluta sinna aðfanga af Icewear.

Icewear hætti þá að selja The Viking vörur og taldi að um eftirlíkingar á sínum vörum væri að ræða. Hinn meinti hönnunarstuldur rataði fyrir dómstóla en dómkvaddir matsmenn töldu þetta ekki vera eftirlíkingar.

Nú hefur Icewear hins vegar höfðað skaðabótamál á hendur The Viking vegna tekjutaps og farið er fram á bætur er samsvara áætluðum tekjum sem hefðu komið af vörusölu til The Viking.

„Lýsandi fyrir íslenskt viðskiptalíf“

„Þetta er bara lýsandi dæmi fyrir íslenskt viðskiptasiðferði. Að kaupa húsnæðið bara undan samkeppnisaðila sem er með sambærilegan rekstur,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi The Viking. „Þetta er kannski löglegt en algjörlega siðlaust,“ segir hann.

Sigurður rekur í dag sex verslanir, að meðtalinni Vísi, og segir mögulega lokun á Laugaveginum koma mjög illa við reksturinn. „Menn vinna svona í krafti fjármagns,“ segir Sigurður og bætir við að Icewear hafi eytt gífurlegum fjármunum í að reyna koma honum á hausinn. „En ég stend ennþá og mun áfram standa,“ segir hann.

Verslanirnar eru með sambærilegan rekstur.
Verslanirnar eru með sambærilegan rekstur. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK