Samkeppni einkenndi markaðinn

Samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur einkennt árið.
Samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur einkennt árið. Mynd/mbl.is

Upp­bygg­ing og auk­in sam­keppni á fjar­skipta­markaði er for­stjór­um Sím­ans og Voda­fo­ne efst í huga í lok árs­ins. Viðskipta­vin­ir hafa í kjöl­farið upp­skorið meira virði og val.

„Þegar við hjá Sím­an­um lít­um yfir árið 2015 er okk­ur of­ar­lega í huga end­ur­skipu­lagn­ing Síma­sam­stæðunn­ar,“ seg­ir Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans. 

„Sím­inn, Skipti og Skjár­inn sam­einuðust í eitt fé­lag, sem var ein for­senda þess að Sím­inn gæti keppt við er­lend­ar efn­isveit­ur á borð við Net­flix, sem veita gagn­virka þjón­ustu yfir netið,“ seg­ir hann.

Mark­mið um skrán­ingu náðist

Orri seg­ir það einnig hafa verið stóra stund þegar Skjá­Einn var opnaður á nýj­an leik fyr­ir öll­um lands­mönn­um auk þess sem ánægju­legt hafi verið að fjár­festa ríku­lega í að efla net­hraða, bæði með upp­bygg­ingu 4G farsíma­kerf­is­ins um landið og miðin, auk þess sem net­hraðinn á Ljósnet­inu hafi verið tvö­faldaður.

Hann seg­ir árið hafa staðið und­ir helstu vænt­ing­um. „Mark­miðið um að skrá Sím­ann á markað náðist og eft­ir­spurn­in eft­ir bréf­um í fyr­ir­tæk­inu fór fram úr von­um,“ seg­ir hann. „Það var ánægju­legt að sjá hve marg­ir sýndu traust sitt á fyr­ir­tæk­inu með því að eign­ast bréf í því.“

Góðar horf­ur

„Í til­felli Sím­ans er klárt hve sam­keppn­in var geysi­hörð á þessu ári, sem hef­ur gefið viðskipta­vin­um meira virði og val,“ seg­ir Orri aðspurður um hvað hafi ein­kennt árið að hans mati.

Utan Sím­ans bend­ir hann á kjara­mál og bú föllnu bank­anna inn­an­lands og flótta­manna­straum og hryðju­verk ytra. „Horft yfir sam­fé­lagið virðist mér sem borið hafi á auk­inni sam­stöðu fólks á Íslandi, eft­ir nokkuð langt skeið sund­ur­lynd­is, þótt enn sé nokkuð í land þar. Vænt­ing­ar eru um bætt­an hag og efna­hags­legt sjálfs­traust hef­ur auk­ist,“ seg­ir Orri.

Hann seg­ir horf­ur næsta árs vera góðar. Bæði fyr­ir lands­menn og Sím­ann. „Öll þjóðin mun fylgj­ast spennt með ís­lenska karla­landsliðinu á EM í Frakk­land,“ seg­ir hann og seg­ist stolt­ur af því að geta boðið lands­mönn­um á sjón­varps­veislu frá viðburðinum.

Breyt­ing­ar eru eini fast­inn

Orri seg­ir fleiri drauma Síma­sam­stæðunn­ar ræt­ast á nýju ári. Hann nefn­ir að Míla, dótt­ur­fé­lag Sím­ans, hafi kynnt áform sín um að halda áfram þróun fasta­nets­ins og tengja ljós­leiðara á fleiri heim­ili. Þá bent­ir hann á að Sím­inn hafi hafið próf­an­ir á svo­kallaðri ultra háskerpu 4K fyr­ir Sjón­varpSím­ans.

„Ýmis end­ur­skipu­lagn­ing­ar­starf und­an­far­inna ára hjá Síma­sam­stæðunni mun verða komið í fulla virkni á ár­inu. En ekk­ert er al­ger­lega end­an­legt, eini fast­inn er að það verða alltaf breyt­ing­ar,“ seg­ir Orri.

„Litið til lands­mál­anna verður árið 2016 vænt­an­lega það ár sem við sjá­um leyst úr göml­um banka­mál­um og fjár­magns­höft­um að stór­um hluta, sem verður þá mikið fram­fara­skref,“ seg­ir hann og bæt­ir við að full ástæða sé til bjart­sýni. „Ferðaþjón­usta blómstr­ar á Íslandi, bú­ast má við að höft­in verði tempruð og Ísland fer á EM. Það er ekki annað hægt en að hlakka til verk­efn­anna framund­an, vera bjart­sýnn og leggja sig fram um að skapa tæki­færi,“ seg­ir Orri Hauks­son.

Aukið upp­lýs­inga­ör­yggi

Stefán Sig­urðsson, for­stjóri Voda­fo­ne, seg­ir árið hafa staðið und­ir vænt­ing­um. Bæði í ís­lensku efna­hags­lífi og hjá eig­in fyr­ir­tæki. 

Hann bend­ir á mikla upp­bygg­ingu sem hafi átt sér stað hjá Voda­fo­ne, Nýj­ung­ar á sviði sjón­varpsþjón­ustu og upp­bygg­ingu 4G há­hraðanets um allt land og á haf út víða um landið.

Þá seg­ir hann fé­lagið hafa unnið öt­ul­lega áfram að gæðamál­um sem hafi meðal ann­ars skilað sér í mun styttri biðtíma í þjón­ustu­veri og eft­ir aðstoð við heima­teng­ing­ar.

Auk þess hafi fyr­ir­tækið end­ur­nýjað og stækkað alþjóðlega vott­un á sviði upp­lýs­inga­ör­ygg­is í þá um­fangs­mestu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is á Íslandi. „Það var ánægju­leg­ur áfangi að ná,“ seg­ir hann.

Ánægju­legt að sjá aukna fjár­fest­ingu

„Árið ein­kennd­ist í mín­um huga af upp­bygg­ingu,“ seg­ir Stefán. „Fyr­ir­tæki hafa al­mennt verið að auka fjár­fest­ingu sem var mjög lít­il lengi vel eft­ir 2008. Það er einnig ánægju­legt að sjá mik­inn kraft í ný­sköp­un­ar­geir­an­um sem ég er viss um að það muni skila já­kvæðum áhrif­um bæði inn í at­vinnu­lífið og sam­fé­lagið allt,“ seg­ir hann.

„Við hjá Voda­fo­ne leggj­um mikið upp úr sam­starfi við ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki. Ég tel það hluta af sam­fé­lags­legri ábyrgð fyr­ir­tækja eins og okk­ar að styðja við og vinna með ung­um fyr­ir­tækj­um, báðum aðilum til heilla.“

Stefán tel­ur horf­ur á næsta ári vera góðar og seg­ir flest benda til þess að sá takt­ur sem var á síðasta ári geti haldið áfram. „Hættu­merk­in tengj­ast helst kunn­ug­leg­um áhættuþátt­um í sam­spili pen­inga­stefnu, geng­is og vaxta,“ seg­ir hann.

„Í mín­um huga ligg­ur verk­efnið í að skapa skýra og trú­verðuga lang­tíma­stefnu um hvernig við hyggj­umst haga pen­inga­mál­um okk­ar og hag­stjórn þannig að við tryggj­um stöðugri skil­yrði og frelsi til at­hafna fyr­ir fyr­ir­tæki og fjöl­skyld­ur í land­inu,“ seg­ir hann. „Ég vona að við tök­um já­kvæð skref í þá átt á ár­inu 2016.“

Vill ein­fald­ari um­gjörð

Hann seg­ir fulla ástæðu vera til bjart­sýni en bend­ir á að hlut­irn­ir muni ekki ger­ast að sjálfu sér.

„Það er góð þróun í gangi sem við verðum að halda áfram að nýta til áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar. Á sama tíma og við byggj­um upp þurf­um við að gæta þess að gera ekki hlut­ina of flókna og þunga í vöf­um á okk­ar litla landi,“ seg­ir hann.

„Fá­menn þjóð eins og við Íslend­ing­ar verður að hafa um­gjörð at­vinnu­lífs­ins eins ein­falda og hægt er til þess að geta verið sam­keppn­is­hæf á alþjóðavett­vangi. Þarna tel ég mik­il­vægt og sam­eig­in­legt verk­efni at­vinnu­lífs­ins og hins op­in­bera.“

„ Ég er ann­ars bjart­sýn­ismaður að eðlis­fari og tel þess vegna að 2016 geti orðið frá­bært fyr­ir  ís­lenskt sam­fé­lag,“ seg­ir Stefán að lok­um.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, hringir félagið inn í Kauphöllina í …
Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, hring­ir fé­lagið inn í Kaup­höll­ina í haust.
Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone.
Stefán Sig­urðsson, for­stjóri Voda­fo­ne. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK