Yfirmaður Facebook Messenger, spjallforrits Facebook, segir gömlu góðu símanúmerin vera í bráðri útrýmingarhættu. Á þessu ári verði hægt að sjá augljós merki um þetta. Þessi örlög segir hann mega rekja til vaxandi vinsælda Facebook Messenger.
Þetta kemur fram í nýrri bloggfærslu David Marcus. Þar segir að í lok ársins 2015 hafi mánaðarlegir virkir notendur Messenger verið 800 milljónir talsins.
Samkvæmt þessu hefur notendafjöldinn aukist um 100 milljónir á síðustu sex mánuðum.
Marcus bendir á að hægt sé að gera flest allt í Messenger sem hægt er að gera í hefðbundnum síma. Þar sé t.d. hægt að senda skilaboð og hringja. Þetta geri símanúmerið í rauninni óþarft.
Þá bendir hann á að Messenger hafi mun fleiri kosti, þar sé t.d. hægt að millifæra peninga eða senda myndir og skjöl. Allt án þess að þurfa eitthvað símanúmer.
Facebook hefur lagt mikla áherslu á Messenger að undanförnu og m.a. bent fyrirtækjum á að nota forritið til þess að eiga samskipti við viðskiptavini.
Hér má lesa bloggfærsluna í heild sinni.