Helstu hlutabréfavísitölur í Kína lækkuðu hressilega í dag. Hlutabréfavísitalan í Sjanghaí lækkaði um 5,33% en ekkert virðist hafa dregið úr áhyggjum fjárfesta um efnahag næststærsta hagkerfis heims.
Í Shenzhen nam lækkunin 6,60% í dag en í síðustu viku lækkuðu þessar tvær helstu hlutabréfavísitölur Kína um tæp 10%.
Búast má við lækkun á flestum hlutabréfamörkuðum í dag en í Moskvu hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 4% nú þegar.