Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland, OMXI18, lækkaði um rúm tvö prósent í dag á rauðum degi í Kauphöllinni. Töluverðar lækkanir voru hjá öllum félögum. Heildarveltan með hlutabréf í dag nam um 2,5 milljörðum króna og stóð vísitalan í 1855,71 stigi í lok dagsins.
Þegar litið er heilt yfir í Kauphöllinni lækkuðu bréf Össurar mest, eða um 3,15 prósent en þar á eftir voru bréf Icelandair, sem lækkuðu um 2,59 prósent. Þá lækkuðu bréf Marels um 2,05 prósent.
Markaðsvísitala Gamma lækkaði um 0,7 prósent í 13,3 milljarða króna viðskiptum.
Bréf Össurar og Marels hafa lækkað nokkuð skarpt frá upphafi ársins. Bréf Össurar um 9,47 prósent og hlutabréf Marels um 4,78 prósent.