„Seljið allt!“

Royal Bank of Scotland (RBS)
Royal Bank of Scotland (RBS) AFP

Royal Bank of Scotland hefur sent viðvörun til viðskiptavina. Þeim er ráðlagt að losa sig við hlutabréf og leita öryggis í ríkisskuldabréfum. Bankinn telur að efnahagshörmungar muni ríða yfir á árinu. „Í fjölmennum sal er útgönguleiðin þröng,“ segir bankinn. „Hættan er mikil.“

Hér má lesa bréfið sem greiningardeild bankans skrifar undir en þar segir að horfur ársins séu líkt og þær voru árið 2008. Útlitið er talið svart og bent er á að hlutabréfaverð gæti fallið um tuttugu pósent og að olíutunnan gæti fari niður í sextán dollara.

Bankinn segir verðhjöðnun og slæma stöðu á mörkuðum í Kína vera mikið áhyggjuefni. Þá er talið að skuldasöfnun fyrirtækja og heimila sé of mikil.

Hér má lesa bréfið í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK