Skattar á fjölskyldu lækkað um 400.000

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Segja má að skattar á hverja fjölskyldu hafi að meðaltali lækkað um 400.000 krónur á ári ef allar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar eru teknar saman. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á skattadegi Deloitte í morgun.

<br/><br/>

Bjarni tók saman aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum og tíndi þar m.a. til breytingar á tollum og vörugjöldum, tekjuskatti, persónuafslætti, virðisaukaskatti og stimpilgjöldum. Þetta hefði gerst á sama tíma og fjárlagagatinu hefði verið lokað.

<br/><br/>

„Mín upplifun á þjóðfélagsumræðunni er að ríkið eigi að leysa alla hluti fyrir fólk,“ sagði Bjarni. „Það er ekki til nein sjálfstæð náttúruleg uppspretta skattfjár.“

<br/><br/>

„Það er einhver ranghugmynd í gangi um að ég búi yfir sérstakri kistu opinbers fjár,“ sagði hann. „Hún er ekki til. Það er bara til skattfé sem greitt er af fólkinu í landinu eða lögaðilum,“ sagði Bjarni og bætti við að allar breytingar hefðu áhrif á þá sem eru uppspretta teknanna.

<br/><br/>

Bjarni ræddi jafnframt hugmyndir um sérstakan hátekjuskatt og sagðist ekki hlynntur því. Hann vísaði til þess að rökrétt samhengi vantaði í umræðurnar, þegar sömu aðilar væru að krefjast launahækkana hjá þeim hópum sem eru með tekjur í þriðja skattþrepi, eða um 800 þúsund krónur, og að krefjast hátekjuskatts hjá sama hóp á sama tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK