62 eiga meira en 3,7 milljarðar

1% jarðarbúa á jafn mikinn auð og aðrir jarðarbúar samanlagt, segir í nýrri skýrslu Oxfam. Þar kemur fram að 62 einstaklingar séu ríkari heldur en helmingur jarðarbúa samanlagt, en alls eru íbúar heimsins 7,4 milljarðar. Það þýðir að 62 manneskjur hafa meira á milli handanna heldur en 3,7 milljarðar samanlagt.

Hjálparsamtökin Oxfam byggja tölur sínar á upplýsingum frá Credit Suisse frá því í október. Hvetja þau leiðtoga heimsins sem koma saman í Davos í Sviss síðar í vikunni til að ræða efnahagsmálin og taka á misskiptingu auðs í heiminum.

Harðlega er gagnrýnt í skýrslu Oxfam hvernig ríkasta fólkið felur auð sinn í skattaskjólum í stað þess að greiða sitt til samfélagsins. Eins gagnrýna samtökin starf fulltrúa þrýstihópa (lobbyists). Skýrsla Oxfam nú sýnir að spá þeirra fyrir ári er að ganga eftir en samkvæmt henni var því spáð að 1% jarðarbúa myndi eiga meira en aðrir jarðarbúar samanlagt á þessum tíma.

Frétt BBC

Guardian

Einn þeirra sem hefur barist gegn misskiptingunni í heiminum er …
Einn þeirra sem hefur barist gegn misskiptingunni í heiminum er Frans páfi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK