Ef olíuverð helst jafn lágt áfram þá getur það þýtt að tveir þriðju af olíuauðæfum Norðmanna muni hverfa, segir í nýrri greiningu sem birt er í Dagens Næringsliv í dag.
Greiningin byggist á skýrslu fjármálaráðuneytisins og mati Siv Jensens fjármálaráðherra síðan í haust. Þ
Verð á Brent Norðursjávarolíu er nú um 28 Bandaríkjadalir tunnan en til samanburðar var tunnan á 110 Bandaríkjadali sumarið 2014.
Ljóst sé að Norðmenn muni finna fyrir þessari verðlækkun en þetta þýði að minna fé fari í norska olíusjóðinn og að hagnaður hans muni dragast umtalsvert saman.