Óviðunandi að Costco feli Bónus

Costco verður opnað í Kauptúni.
Costco verður opnað í Kauptúni.

Bónus telur það vera með öllu óviðunandi að setja hjólbarðaverkstæði Costco nánast í anddyri Bónus í Kauptúni. Engan vegin fari saman að reka matvöruverslun og dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónustu í þessu samneyti.

Þetta kemur fram í ábendingu Finns Árnasonar, forstjóra Haga, í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð Garðabæjar í gær. Bæjarráð samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kauptúns og nýrri lóð fyrir dælustöð.

Í athugasemdinni frá Bónus segir að leigusamningur verslunarinnar tiltaki sérstaklega að um „verslunarmiðstöð“ sé að ræða og að ljóst sé að dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónusta með tilheyrandi óþrifum og lykt eigi ekki heima í þar eða við anddyri matvöruverslunar.

Við undirritun leigusamnings hafi skipulag og leiguverð miðað við umhverfisvænsta verslunarsvæði landsins. Einnig er tekið fram að hætta geti fylgt slíkri starfsemi fyrir starfsfólk og viðskiptavini Bónus.

Í minnisblaðinu eru settar fram tillögur að viðbrögðum skipulagsnefndar við ábendingunum.

Í svari við athugasemd Haga segir að starfsemi á borð við dekkjaverkstæði sé almennt leyfileg á verslunar- og þjónustusvæðum samkvæmt aðalskipulagi. Þá séu fordæmi eru fyrir svipaðri starfsemi á svæðinu, þ.e. í Kauptúni 6, hjá Toyota umboðinu.

Forhýsið skyggir á Bónus

Bónus bendir einnig á fyrirætlanir um að byggja forhýsi hjá Costco við hlið Bónus. Þar segir að forhýsið komi til með að skyggja með öllu á verslun Bónus. 

Það sé með öllu óásættanlegt sé að reynt sé að fela Bónus með þeim hætti sem skipulagstillagan geri ráð fyrir.

Í svari við athugasemd Haga segir að breytingin sé ekki gerð til að fela Bónus heldur til þess að laga bygginguna betur að þörfum nýrrar verslunar og afmarka nýjan aðalinngang hennar.

„Núverandi sveigja á húsinu gerir það að verkum að Bónus lendir í meira hvarfi en annars hefði orðið vegna forhýsisins. Vilji er til þess að koma til móts við Bónus t.d. með því að heimila skilti á lóðinni,“ segir í minnisblaðinu.

Forstjóri Haga er ekki sáttur við áform Costco.
Forstjóri Haga er ekki sáttur við áform Costco. mbl.is/Hjörtur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK