Dauða kanínan á Íslandi svarar fyrir sig

Frá The Dead Rabbit í NYC.
Frá The Dead Rabbit í NYC. Mynd af Facebook

Opinberar deilur standa nú yfir í New York Daily á milli eigenda tveggja samnefndra bara. Annar er í New York en hinn verður opnaður í Austurstræti. Báðir heita Dead Rabbit.

Líkt og mbl fjallaði um á dögunum stendur til að opna Dead Rabbit á Íslandi í febrúar. Eigendur samnefnda staðarins í New York eru ekki sáttir með það og telja að um eftirhermu sé að ræða.

Frétt mbl.is: Telja íslenskan bar vera eftirhermu

Viðtal við bandarísku eigendurna birtist nýlega í New York Daily. Staðurinn þeirra hefur m.a. verið útnefndur sá besti í New York og hafa þeir áhyggjur af því að upplifun gesta á íslenska staðnum verði léleg og að gestir muni setja staðina tvo undir sama hatt.

Í viðtalinu segjast þeir vera að reyna leita réttar síns. Það sé hins vegar erfitt þar sem málið heyri undir íslenska dómstóla.

Eigendur íslenska staðarins, þeir Ómar Ingimars­son og Andrés Björnsson, hafa nú svarað gagnrýninni í New York Daily. Þar segjast þeir ekki vera að herma eftir, eða stela, einu né neinu. 

Fóru á Dead Rabbit í NY

Þeir viðurkenna að hafa varið mörgum klukkustundum og eytt miklu fé á Dead Rabbit í New York þegar þeir fóru til borgarinnar að skoða bari og veitingastaði til þess að leita eftir innblæstri áður en þeir opnuðu samnefndan stað í Reykavík og bæta við að þeir beri mikla virðingu fyrir bandaríska staðnum.

Hins vegar verði staðurinn þeirra ólíkur staðnum í New York.

Hönnunin og andrúmsloftið verði öðruvísi auk þess sem vörumerki staðanna verði ólíkt. Þá verða þeir ekki með stóran kokteilseðill líkt og er í New York.

„Þeir hafa ekki hugmynd um hvernig staðurinn mun líta út eða hvað við munum bjóða upp á. Enginn veit það.“

Þá bjóða þeir Sean Muldoon og Jack McGarry, bandarísku eigendunum, að koma á opnunina í Reykjavík.

Nafnið Dead Rabbit á ræt­ur að rekja til írsks geng­is í New York á nítj­ándu öld sem öðlaðist frægð að nýju í kvik­mynd­inni „Gangs of New York“ eft­ir Mart­in Scorsese. Báðir staðirnir eru að írskri fyrirmynd.

Svar Ómars og Andrésar í New York Daily.

Gagnrýni Muldoon og McGarry í New York Daily.

The Dead Rabbit opnar í Austurstæti í febrúar.
The Dead Rabbit opnar í Austurstæti í febrúar. Mynd af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK