Forstjóri SS kemur pylsunni til varnar

Frá verksmiðju Sláturfélags Suðurlands.
Frá verksmiðju Sláturfélags Suðurlands. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Forstjóri SS segir mjög alvarlegt að næringarfræðingur skuli nota rit Náttúrulækningafélag Íslands til að dreifa rangfærslum og rógi um pylsur. „Ekki hægt að láta slíku ósvarað fyrir okkar góðu vöru, SS pylsuna,“ segir í opnu bréfi frá Steinþóri Skúlasyni forstjóra SS.

Greinin sem Steinþór vísar til birtist í riti NLFÍ hinn 24. janúar sl. undir yfirskriftinni „Fimm algengar gervimatvörur sem við gefum börnunum okkar“. Efst á lista var pylsan. 

„Þjóðarréttur okkar Íslendinga, pylsur, eru sennilega á toppnum sem mest selda gervimatvaran,“ sagði í greininni eftir Gunnar Markússon, næringarfræðing og ritstjóra NLFÍ.

„Með heitinu „gervimatvara“ felst fullyrðing um að SS pylsan sé ekki úr náttúrulegum efnum. Þetta er alrangt. Í pylsum er rúmlega 99% innihaldsins náttúruleg efni og meira að segja kollagen görnin sem er utan um pylsurnar er náttúrlegt efni sem unnið er úr nautum,“ skrifar Steinþór.

„Geir bætir um betur og segir „og þetta er líklega bæjarins versta næring“. Það er varla hægt að hugsa sér meiri róg um eina matvöru en hér kemur fram og með miklum ólíkindum að maður menntaður í næringarfræði láti svona frá sér.“

Í bréfinu útlistar Steinþór næringarinnihald pylsunnar og segir hana vera góðan kost miðað við sambærilegan flokk matvæla. 

„SS leggur mikið kapp á þróun góðra matvæla sem uppfylla þarfir nýrra tíma. Við fögnum faglegri umræðu um matvæli og mataræði. Umræðu sem er án rangfærslna og rógs.“

Hér má lesa bréf Steinþórs í heild sinni og hér má finna grein Gunnars.

Steinþór Skúlason, forstjóri SS.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK