Nautakjöt upphafið að endalokunum?

Ferskar kjötvörur fluttu inn 93 kíló af fersku nautakjöti.
Ferskar kjötvörur fluttu inn 93 kíló af fersku nautakjöti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tæp 100 kíló af fersku og líf­rænt ræktuðu nauta­kjöti voru upp­hafið að mögu­leg­um enda­lok­um inn­flutn­ings­banns­ins á fersku kjöti. EFTA-dóm­stóll­inn tel­ur bannið ganga gegn EES-samn­ingn­um.

Þetta er niðurstaða ráðgef­andi álits dóm­stóls­ins. Þar sagði m.a. að hafa yrði hug­fast að Ísland hefði full­yrt að það bæri fullt traust til dýra­heil­brigðis­eft­ir­lits sem fram fer í öðrum aðild­ar­ríkj­um í sam­ræmi við sam­eig­in­leg­ar EES-regl­ur.

Frétt mbl.is: Kjöt­inn­flutn­ings­bann sam­rým­ist ekki EES

Álitið á ræt­ur að rekja til skaðabóta­kröfu Ferskra kjötv­ara, sem m.a. reka kjöt­borðin í Hag­kaup. Fyr­ir­tækið flutti inn 93 kíló af fyrr­nefndu líf­rænt ræktuðu nauta­kjöti frá Hollandi. Kjöt­inu var fargað í toll­in­um eins og við mátti bú­ast enda óheim­ilt að flytja inn hrátt kjöt. 

Í kjöl­farið höfðaði fyr­ir­tækið skaðabóta­mál á hend­ur rík­inu og taldi sig hafa orðið fyr­ir tjóni vegna förg­un­ar­inn­ar. Tjónið nem­ur nokk­ur hundruð þúsund­um að sögn Ingi­björns Sig­ur­bergs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Ferskra kjötv­ara. Aðspurður hvort kjötið hafi verið flutt inn til þess að reyna fá bann­inu hnekkt með þess­um hætti svar­ar Ingi­björn ját­andi.

„Við erum mjög ánægðir með þessa niður­stöðu og þetta er það sem við átt­um von á,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl. „Fram­haldið verður auðvitað að ráðast hjá héraðsdómi sem von­andi tek­ur þetta fyr­ir sem allra fyrst.“

Ef dóm­ur héraðsdóms verður í sam­ræmi við álit EFTA-dóm­stóls­ins seg­ist Ingi­björn hafa áhuga á að flytja inn fersk­ar kjötvör­ur frá Evr­ópu í framtíðinni. 

Klárt og meðvitað ásetn­ings­brot

Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, seg­ir niður­stöðuna hafa blasað við.

„Það að viðhalda þessu banni var af hálfu Alþing­is klárt og meðvitað ásetn­ings­brot á EES-samn­ingn­um. Þeir brutu regl­ur EES með opn­um aug­um og fóru í þetta dóms­mál til þess að tefja málið,“ seg­ir hann.

Aðspurður hvort mörg fyr­ir­tæki hafi sýnt inn­flutn­ingi á fersku kjöti áhuga bend­ir Ólaf­ur á að ferskvar­an sé eft­ir­sótt­ari og að fyr­ir hana sé hægt að fá betra verð. 

„Málið snýst hins veg­ar fyrst og fremst um meira úr­val fyr­ir neyt­end­ur,“ seg­ir hann.

„Það blas­ir við að inn­lend­ir dóm­stól­ar muni kom­ast að sömu niður­stöðu og það er ekki eft­ir neinu að bíða við að af­nema þetta bann,“ seg­ir Ólaf­ur.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK