WOW kaupir 2 vélar á 30 milljarða

Í vor mun flugfloti WOW telja tíu vélar.
Í vor mun flugfloti WOW telja tíu vélar.

Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á tveimur nýjum Airbus A321-211 flugvélum og verða þær afhentar félaginu í febrúar. Flugvélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun félagsins í Norður-Ameríku þar með talið Kanadaflug félagsins sem hefst í maí.

Með þessum kaupum eru nú fjórar flugvélar í eigu WOW air og í vor mun flugfloti félagsins telja tíu vélar.

Listaverð á flugvélunum sem WOW air hefur fest kaup á eru um 15 milljarðar íslenskra króna hver flugvél. Vélarnar eru keyptar með kaupleigusamningi til tíu ára og fjármagnaðar af erlendum bönkum.

Tvöfalda sætaframboð

„Við erum að tvöfalda sætaframboð okkar í ár og það er stórkostlegt að geta áfram boðið okkar farþegum upp á nýjasta flugflotann á Íslandi. Airbus flugvélarnar hafa reynst okkur mjög vel og henta frábærlega fyrir okkar leiðarkerfi. Við fjármögnunina á vélunum var ánægjulegt að sjá hversu mikið traust WOW air nýtur á alþjóðlegum mörkuðum,“ er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, í tilkynningu.

Meira fótapláss

Flugvélarnar eru af gerðinni Airbus A321-211 og eru þær eru sérútbúnar með auka eldsneytistönkum. Þessar nýju vélar eyða mun minna eldnseyti eða 25% minna en t.d. Boeing 757, þær eru hljóðlátari og umhverfisvænni með minni CO2 útblástur.

Jafnframt þýðir öflugur og háþróaður tæknibúnaður Airbus vélanna minni viðhaldskostnað auk þess sem flugvélarnar eru hljóðlátari.

Í tilkynningu segir að farþegarýmið í A321 sé einstaklega breitt og rúmgott, sem þýðir að hvert sæti er u.þ.b. tommu breiðara en í Boeing 757.

Í A321 vélunum hjá WOW air verða sæti fyrir 200 farþega en þessi tegund flugvéla getur þó rúmað sæti fyrir allt að 230 farþega. Því verður rýmra fótapláss fyrir farþega að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK