Lögmenn með 185 þúsund á tímann

Það getur verið dýrt að leita til lögmanns í London.
Það getur verið dýrt að leita til lögmanns í London.

Tímagjaldið hjá meðeigendum á stærstu lögmannsstofunum í London hefur aldrei verið hærra og nemur allt að eitt þúsund pundum, eða 185 þúsund krónum. Almennir lögmenn taka allt að 775 pund, eða 143 þúsund krónur á tímann.

Þetta kemur fram í frétt Financial Times sem greinir frá nýrri rannsókn frá Centre for Policy Studies. Þar segir að gjaldið hafi hækkað mikið á síðustu árum.

Talið er að aukinn kostnaður geti hindrað aðgengi að dómskerfinu.

Í skýrslunni segir að nokkrar meginástæður séu fyrir hækkuninni. Í fyrsta lagi hafi flækjustig breskrar löggjafar, og þá sérstaklega skattalöggjafarinnar, aukist verulega á síðustu árum. Lengd skattabálksins hefur til að mynda þrefaldast frá árinu 1997.

Þá segir að skortur sé á gagnsæi. Mörg fyrirtæki haldi tímagjaldinu leyndu og því sé auðveldara að komast upp með hækkanir.

Auk þess hafa nokkrar stórar bandarískar lögfræðistofur opnað útibú í London á síðustu árum og hefur samkeppni um góða lögmenn þar með aukist verulega. Launakostanaður hækkar og tímagjaldið með.

Frétt Financial Times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK