2,2 milljarða gjaldþrot Heiðarbúa

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði félagið gjaldþrota árið 2012.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði félagið gjaldþrota árið 2012. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Gjaldþrotaskiptum á félaginu Heiðarbúum ehf., sem var í eigu Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Sverris Sverrissonar, athafnamanns, er lokið en ekkert fékkst greitt upp í kröfur sem alls nema um 2,2 milljörðum króna.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars 2012 en skiptum var lokið 3. febrúar sl.

Í ársreikningi félagsins frá árinu 2008 kemur fram að 44,8 milljóna króna tap hafi verið á rekstrinum og var eigið fé neikvætt um 47,4 milljónir króna. Félagið skuldi þá 427 milljónir króna.

Félagið átti hlut í Berginu ehf., sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2011, og Fasteignafélagi Suðurlands, sem einnig varð gjaldþrota sama ár.

Í ársreikningi Heiðarbúa frá árinu 2010 kemur fram að enginn rekstur hafi verið hjá félaginu á því ári og var 50 prósent eignarhlutur Sverris aðeins skráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK