Margrét Sanders til Strategíu

Margrét Sanders.
Margrét Sanders.

Margrét Sanders mun ganga til liðs við ráðgjafafyrirtækið Strategíu ehf. í mars. Margrét hefur á síðastliðnum sextán árum starfað sem eigandi og framkvæmdastjóri rekstrar hjá Deloitte.

Margrét er formaður Samtaka verslunar og þjónustu og situr einnig í framkvæmdastjórn og stjórn Samtaka atvinnulífsins. Auk þess er hún í stjórn Amerísk íslenska viðskiptaráðsins.    

Margrét er með viðskiptafræði- og MBA gráðu frá WCU háskólanum í Norður Karólínu í Bandaríkjunum, en samhliða námi og að því loknu starfaði hún við ráðgjöf hjá McLaurin Consulting í Bandaríkjunum. Margrét lauk einnig háskólanámi frá KHÍ.

Margrét hefur sinnt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum í gegnum tíðina. Þar á meðal í stjórnum sjúkrahúsa og heilsugæslu. Hún sat í verkefnastjórn Auðar í krafti kvenna auk þess sem hún vann að flutningi grunnskólans til sveitarfélaga á suðvesturhorninu o.m.fl.

Strategía er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf til fjárfesta, stjórna og æðstu stjórnenda fyrirtækja og stofnana.   

Strategía starfar á flestum sviðum ráðgjafar við fjárfesta og stjórnendur, s.s. við stefnumótun, breytingastjórnun, stjórnendaþjálfun, lögboðna og góða stjórnarhætti, lögmannsþjónustu,  rekstur fyrirtækja og stofnana og ráðgjöf við fjárfestingar og fjármögnun.  

Núverandi meðeigendur og ráðgjafar Strategíu eru Guðrún Ragnarsdóttir, Helga Hlín Hákonardóttir hdl. og Svava Bjarnadóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK