Seðlabankinn tístir á morgun

Seðlabankinn er mættur á Twitter.
Seðlabankinn er mættur á Twitter. Skjáskot af Twitter

Á morg­un ger­ist Seðlabanki Íslands nú­tíma­legri þegar hann byrj­ar form­lega að tísta. 

Er þá átt við send­ing­ar á efni í gegn­um sam­skiptamiðil­inn Twitter. Það verður gert í til­efni af fyrstu vaxta­ákvörðun á ár­inu og út­gáfu á fyrsta hefti Pen­inga­mála á ár­inu.

Þeir sem tengj­ast tíst­send­ing­um Seðlabank­ans geta þannig fengið ábend­ing­ar um ákv­arðanir um vexti, um sér­stakt efni í rit­um bank­ans og upp­lýs­ing­ar um fleira sem Seðlabank­inn hef­ur með að gera.

Í til­kynn­ingu frá Seðlabank­an­um seg­ir að nú þegar hafi hóp­ur fólks gerst áskrif­andi tíst-send­ing­um bank­ans.

Þeir sem vilja tengj­ast tíst­send­ing­un­um þurfa að vera skráðir með aðgang að Twitter og geta þar tengt sig við @sedla­bank­i_­is eða við enska hlut­ann sem er @central­bank_­is.

Eins og staðan er núna er Seðlabank­inn með 124 fylgj­end­ur.

Vaxta­ákvörðun pen­inga­stefnu­nefnd­ar verður birt á vef bank­ans og með frétta­send­ing­um klukk­an 8:55 á morg­un og ritið Pen­inga­mál verður birt á vef bank­ans klukk­an 9:00.

Klukku­stund síðar, klukk­an 10:00, hefst svo vefút­send­ing þar sem nán­ar verður greint frá rök­um að baki vaxta­ákvörðun­ar­inn­ar og efni Pen­inga­mála kynnt.

Þar munu Arn­ór Sig­hvats­son aðstoðarseðlabanka­stjóri og Þór­ar­inn G. Pét­urs­son aðal­hag­fræðing­ur Seðlabank­ans kynna ákvörðun­ina nán­ar og greina frá efni Pen­inga­mála. Þeir sitja báðir í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK