Vill banna stóra seðla

Stórir seðlar eru fyrir glæpamenn segir Peter Sands.
Stórir seðlar eru fyrir glæpamenn segir Peter Sands.

Seðlabankar ættu að hætta gefa út stóra seðla til þess að stemma stigu við glæpastarfsemi. Slíkir seðlar eru fyrst of fremst notaðir af hryðjuverkamönnum, eiturlyfjasölum og skattsvikurum.

Þetta segir í skýrslu sem Peter Sands, fyrrum bankastjóri Standard Chartered bank, vann fyrir Harvard Kennedy skólann. Hann telur að seðlabankar ættu að hætta að gefa út fimmtíu punda seðla, hundrað dollara seðla og 500 evra seðla. 

Í sömu röð jafngildir þetta 9.200 krónum, 12.700 krónum og 71 þúsund krónum. Eru hinir tveir fyrrnefndu svipaðir og íslenski tíu þúsund króna seðillinn sem nýlega var tekinn í notkun.

Hann hvetur þjóðirnar sem eiga aðild að G20 fundinum sem fer fram í Kína í september að skoða málið fyrir fundinn. Í stað þess að einblína á glæpamenn ættu þjóðirnar frekar að skoða verkfærið, þ.e. reiðuféð.

Hann telur að svo verðmætir seðlar gegni litlu hlutverki fyrir hefðbundin efnahagskerfi heldur þjóni þeir fyrst og fremst svörtum hagkerfum.

Í síðustu viku sagðist framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætla að skoða mögulega tengsl milli 500 evru seðla og hryðjuverkastarfsemi.

Breski seðlabankinn hætti að gefa út 500 punda seðla árið 2010 eftir að rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að seðlarnir væru fyrst og fremst notaðir af glæpamönnum.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK