Íbúðalánasjóður selur 362 eignir

Horft yfir Reykjavík frá Höfðatorgi.
Horft yfir Reykjavík frá Höfðatorgi. Ómar Óskarsson

Íbúðalánasjóður hefur gengist að tilboðum fjárfesta í tíu eignasöfn hans sem sett voru í opið söluferli fyrir áramót. Viðræður standa enn yfir um sölu á 142 eignum til viðbótar í fimm söfnum.

Þeir fjárfestar sem fengu tilboð sín samþykkt hafa reitt af hendi 1% kaupverðsins og hafa 30 daga til þess að staðfesta fjármögnun þess sem eftir stendur.

Eignasöfnin voru sett saman með það að í hverju safni væru eignirnar í sama bæjarfélagi og sinntu sambærilegri þörf s.s. til útleigu. Salan er sögð liður í áætlun Íbúðalánasjóðs um að meirihluta eigna hans verði seldur í ár en eftir standa 1198 eignir í eignasafni sjóðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK