Kanye West hefur verið umtalaður á síðustu dögum. Fyrst var það fyrir raus á Twitter en nú hefur hönnun hans fengið nokkra Íslendinga til þess að tjalda fyrir utan verslun á Hverfisgötu.
Verslunin Húrra við Hverfisgötu hóf klukkan 11 í morgun sölu á svokölluðum Yeezy Boost 350 Pirate Black skóm sem Kanye West hannaði fyrir Adidas. Skórnir koma í afar takmörkuðu upplagi um allan heim og er eftirspurnin mun meiri en framboðið.
Það má t.d. sjá af því að skóna má finna til sölu á eBay á uppspengdu verði. Skórnir kosta 34.990 krónur í Húrra en á uppboðssíðunni nemur verðið allt frá 800 til 2.100 Bandaríkjadölum, eða sem jafngildir 100 til 250 þúsund íslenskum krónum.
Alls var 21 par í boði en í kringum fjörtíu manns voru í röðinni. Ljóst er því að nokkrir fóru tómhentir heim þrátt fyrir biðina.
Sá sem lengst hafði beðið var mættur í röðina á miðvikudaginn og samkvæmt heimildum mbl ætlar hann að eiga skóna í stað þess að græða á þeim.
Hver viðskiptavinur mátti aðeins kaupa eitt par og ekki var í boði að máta skóna.
.@kanyewest #röðin fyrir utan Húrra er mögulega ruglaðari en Kanye sjálfur
— Bjarni Ben (@bjarniben) February 19, 2016
Það á ekki af honum Kanye mínum að ganga. Veit vesalings maðurinn ekki að það þýðir ekkert að setja skóinn út í glugga í febrúar?
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) February 19, 2016
Hey allir sem eru að bíða í röðinni eftir nýju YEEZY þá keypti ég mína á slikk um daginn hérna í Kína! pic.twitter.com/zR6QrMcf4k
— Tómas Howser (@TomasHowser) February 18, 2016
Yeezy's hætta að vera nettir ef þú beiðst í 2 daga í kúlutjaldi eftir þeim #röðin
— Dagur Sigurðarson (@Dagursig) February 18, 2016
Er verið að gefa þessa strigaskó? #röðin
— Ásgeir Halldórsson (@asgeir86) February 18, 2016
Hverfisgata 50 right now. 24 tímar í #YeezyBoost350 👟👟#Röðin pic.twitter.com/t5s0D8k44S
— Húrra Reykjavík (@HurraReykjavik) February 18, 2016