Hvetja til frekari sameininga

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs.
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs. mbl.is/Eggert

Viðskiptaráð fagnar tillögu um sameinungu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands í eina stofnun. Hvetur ráðið stjórnvöld til að ráðast í frekari sameiningar.

Mat stýrihóps forsætisráðherra telur óhætt að gera ráð fyrir 10% hagræðingu innan þriggja ára vegna sameiningarinnar. Fjárheimildir til rekstrar stofnananna tveggja nema um 1 milljarði króna í fjárlögum ársins 2016. Sameining stofnananna getur því sparað um 100 milljónir króna á ári þegar hún er að fullu gengin í gegn. 

Frétt mbl.is: Þjóðminjasafn og Minjastofnun undir einn hatt

Í yfirlýsingu frá Viðskiptaráði eru stjórnvöld hvött til þess að draga úr fjárheimildum sameinaðrar stofnunar sem þeirri upphæð nemur á næstu þremur árum til að tryggja að sameiningin skili þessum rekstrarlega ávinningi.

Stjórnvöld gangi lengra

„Stjórnvöld ættu að ganga lengra og beita samrekstri á sviði opinberra safna. Samrekstur felur í sér sameiningu rekstrareininga án þess að slíkt þurfi að fela í sér breytingu á fjölda starfsstöðva. Þannig geta stofnanir sem eru sjálfstæðar í dag verið reknar sameiginlega og náð þannig fram hagræðingu þegar kemur að stjórnunarkostnaði, stoðþjónustu, samræmdum vinnubrögðum og sérfræðiþekkingu án þess að dregið sé úr umfangi þeirrar kjarnastarfsemi sem rekin er á hverri starfsstöð,“ segir Viðskiptaráð.

Í dag starfrækir ríkið átta söfn sem Viðskiptaráð telur að hægt væri að reka undir sameinaðri stofnun. Þau eru eftirfarandi: Listasafn Einars Jónssonar, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands.

Miðað við fjárheimildir þessara stofnana í fjárlögum ársins 2016 og 10% hagræðingu, í samræmi við mat stýrihópsins á ávinningi vegna sameiningar Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar, myndi samrekstur þessara stofnana spara ríkinu um 300 milljónir króna í rekstrarkostnað á ári.

Viðskiptaráð lagði í byrjun ársins fram 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana

Frétt mbl.is: Ótrúlegt að halda úti 182 stofununum

Frá Þjóðminjasafninu. Ný stofnun Þjóðminjasafns og Minjastofnunar á að heita …
Frá Þjóðminjasafninu. Ný stofnun Þjóðminjasafns og Minjastofnunar á að heita Þjóðminjastofnun. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka