Lúðurinn afhentur í 30. skipti

Starfsmenn Brandenburg á sviði.
Starfsmenn Brandenburg á sviði. Ljósmynd/ Björg Vigfúsdóttir

Brandenburg hlaut flest verðlaun á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum sem veitt voru í þrítugasta skipti nú í kvöld af ÍMARK, félagi íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Brandenburg fékk þrjá Lúðra í sinn hlut en stofan var jafnframt með flestar tilnefningar en þær voru sextán talsins.

 „Að þessu sinni var verðlaunahátíðin haldin í Háskólabíói og voru viðstaddir yfir 500 prúðbúnir gestir. Þetta er í raun nokkurs konar uppskeruhátíð auglýsingastofa og auglýsenda þar sem verðlaunaðar eru bestu auglýsingar ársins 2015,“ segir í tilkynningu skipuleggjenda.

Íslenska auglýsingastofan hlaut tvo Lúðra og sem og Kontor Reykjavík. Stofurnar ENNEMM, Jónsson & Le’macks, H:N markaðssamskipti, Reykjavík Letterpress og Manhattan fengu einn Lúður hver. Pipar/TBWA var valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð.

Sorpanos var valin besta auglýsingaherferðin en stofan Brandenburg vann þá herferð fyrir Sorpu. Brandenburg fékk einnig verðlaun fyrir auglýsinguna Hugsaðu um eigin rass fyrir Krabbameinsfélagið í flokki Almannaheillaauglýsinga og Sorpanos fyrir Sorpu í flokki Útvarpsauglýsinga.

Íslenska auglýsingastofan bar sigur úr býtum í flokknum Kvikmyndaðar auglýsingar fyrir auglýsinguna Chez Louis sem stofan vann fyrir Icelandair, en sú auglýsing vann hug og hjörtu landsmanna á síðasta ári og er vel að verðlaununum komin. Íslenska auglýsingastofan vann einnig sigur fyrir auglýsinguna #Ask Guðmundur fyrir Íslandsstofu í flokknum Samfélagsmiðlar.

Í flokknum Mörkun - Ásýnd vörumerkis bar H:N markaðssamskipti sigur úr býtum fyrir Kviku. Í flokknum Veggspjöld og skilti vann ENNEMM sigur fyrir Mávinn sem gerður var fyrir Borgarleikhúsið. Í flokknum Umhverfisauglýsingar fagnaði Jónsson & Le’macks sigri fyrir Yfirhafnir í stræótóskýlum sem unnin var fyrir 66°Norður.

Reykjavík Letterpress vann í flokknum Bein markaðssetning fyrir High Five. Kontor Reykjavík ásamt Manhattan sigruðu fyrir vefauglýsinguna Visir.is skiptir um lit fyrir The Color run Ísland. Kontor Reykjavík vann einnig í flokknum prentauglýsingar fyrir Eradizol blæs á brunann sem gerð var fyrir Alvogen.

Veitt voru verðlaun fyrir ÁRUNA eða Árangursríkustu auglýsingaherferðina fyrr um daginn á sjálfum ÍMARK deginum. Sigurvegarinn í ÁRUNNI var Arion hraðþjónusta, en það var auglýsingastofan Hvíta húsið sem að vann þá herferð fyrir Arion banka. 

Dómnefnd Lúðursins ákvað að veita sérstök fagverðlaun fyrir metnaðarfulla og fagmannlega vinnu í auglýsingagerð á árinu 2015.

Verðlaunin hlutu:

  • Friðgeir Einarsson fyrir textagerð fyrir Jólakort Unicef herferðina.
  • Albert Munoz fyrir Art direction vinnu fyrir Mat og drykk herferðina.
  • Sveinn Speight fyrir ljósmyndavinnu fyrir Cintamani herferðina.
  • Erlendur Sveinsson fyrir kvikmyndatökuvinnu fyrir Sinfó (Daníel Bjarnason) herferðina.
  • Samúel og Gunnar fyrir leikstjórn fyrir Bjargið.
  • Snorri Eldjárn Snorrason fyrir myndskreytingarvinnu fyrir Borealis (Mjúkís) herferðina.
  • Kristján Unnar Kristjánsson, Pétur Karlsson og Guðjón Jónsson fyrir myndskreytingarvinnu fyrir Stanslaust stuð herferðina.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK