Brandenburg hlaut flest verðlaun á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum sem veitt voru í þrítugasta skipti nú í kvöld af ÍMARK, félagi íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Brandenburg fékk þrjá Lúðra í sinn hlut en stofan var jafnframt með flestar tilnefningar en þær voru sextán talsins.
„Að þessu sinni var verðlaunahátíðin haldin í Háskólabíói og voru viðstaddir yfir 500 prúðbúnir gestir. Þetta er í raun nokkurs konar uppskeruhátíð auglýsingastofa og auglýsenda þar sem verðlaunaðar eru bestu auglýsingar ársins 2015,“ segir í tilkynningu skipuleggjenda.
Íslenska auglýsingastofan hlaut tvo Lúðra og sem og Kontor Reykjavík. Stofurnar ENNEMM, Jónsson & Le’macks, H:N markaðssamskipti, Reykjavík Letterpress og Manhattan fengu einn Lúður hver. Pipar/TBWA var valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð.
Sorpanos var valin besta auglýsingaherferðin en stofan Brandenburg vann þá herferð fyrir Sorpu. Brandenburg fékk einnig verðlaun fyrir auglýsinguna Hugsaðu um eigin rass fyrir Krabbameinsfélagið í flokki Almannaheillaauglýsinga og Sorpanos fyrir Sorpu í flokki Útvarpsauglýsinga.
Íslenska auglýsingastofan bar sigur úr býtum í flokknum Kvikmyndaðar auglýsingar fyrir auglýsinguna Chez Louis sem stofan vann fyrir Icelandair, en sú auglýsing vann hug og hjörtu landsmanna á síðasta ári og er vel að verðlaununum komin. Íslenska auglýsingastofan vann einnig sigur fyrir auglýsinguna #Ask Guðmundur fyrir Íslandsstofu í flokknum Samfélagsmiðlar.
Í flokknum Mörkun - Ásýnd vörumerkis bar H:N markaðssamskipti sigur úr býtum fyrir Kviku. Í flokknum Veggspjöld og skilti vann ENNEMM sigur fyrir Mávinn sem gerður var fyrir Borgarleikhúsið. Í flokknum Umhverfisauglýsingar fagnaði Jónsson & Le’macks sigri fyrir Yfirhafnir í stræótóskýlum sem unnin var fyrir 66°Norður.
Reykjavík Letterpress vann í flokknum Bein markaðssetning fyrir High Five. Kontor Reykjavík ásamt Manhattan sigruðu fyrir vefauglýsinguna Visir.is skiptir um lit fyrir The Color run Ísland. Kontor Reykjavík vann einnig í flokknum prentauglýsingar fyrir Eradizol blæs á brunann sem gerð var fyrir Alvogen.
Veitt voru verðlaun fyrir ÁRUNA eða Árangursríkustu auglýsingaherferðina fyrr um daginn á sjálfum ÍMARK deginum. Sigurvegarinn í ÁRUNNI var Arion hraðþjónusta, en það var auglýsingastofan Hvíta húsið sem að vann þá herferð fyrir Arion banka.
Dómnefnd Lúðursins ákvað að veita sérstök fagverðlaun fyrir metnaðarfulla og fagmannlega vinnu í auglýsingagerð á árinu 2015.
Verðlaunin hlutu: