Vilja skoðun á tryggingamarkaði

Fyrirhugaðar arðgreiðslur skráðra tryggingafélaga hafa verið í umræðunni.
Fyrirhugaðar arðgreiðslur skráðra tryggingafélaga hafa verið í umræðunni. Samsett mynd

Ef tryggingafélög hafa ofáætlað tryggingaskuldir er eðlilegt að þau lækki iðgjöld neytenda. Það er með öllu óeðlilegt að oftekin gjöld séu notuð til að greiða eigendum arð segja Neytendasamtökin.

„Það hefur vakið athygli að nú hafa allavega þrjú af fjórum tryggingafélögum tilkynnt að til stendur að greiða verulegar fjárhæðir í arð til eigenda þessara fyrirtækja. Það vekur jafnframt athygli að arðgreiðslur eru mun hærri en sem nemur hagnaði síðasta árs af þessari starfsemi. Það lítur því út fyrir að til standi að nota bótasjóði til að greiða stóran hluta arðgreiðslunnar,“ segja Neytendasamtökin og bæta við að það séu neytendur sem hafi greitt í bótasjóðina til að standa straum af óuppgerðum tjónum.

Dæmigerður fákeppnismarkaður

„Með hliðsjón af því að hér er um dæmigerðan fákeppnismarkað að ræða þá taka Neytendasamtökin undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda þar sem skorað er á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að beita sér í þessu máli til varnar neytendum,“ segja Neytendasamtökin og hvetja jafnframt Samkeppniseftirlitið til að skoða þennan markað og grípa til nauðsynlegra aðgerða.

Fjármálaeftirlitið hefur svarað fyrrnefndu bréfi FÍB og leiðrétt ýmislegt sem þar kemur fram.  FME seg­ist ekki hafa heim­ild­ir til þess að „skipa þeim að end­ur­greiða vá­trygg­inga­tök­um eign þeirra í bóta­sjóðunum eða nota fjár­mun­ina til að lækka iðgjöld næstu árin.“

Frétt mbl.is: FME getur ekki hindrað arðgreiðslur

Í svari Fjármálaeftirlitsins segir jafnframt að fyr­ir­hugaðar arðgreiðslur séu í sam­ræmi við nú­gild­andi lög um vá­trygg­inga­starf­semi og að ekki sé rétt að þær bygg­ist ein­ung­is á breytt­um reikn­ings­skil­um.

Auk þess er vak­in at­hygli á því að frá ár­un­um 2009 til 2013 hafi ekki verið greidd­ur út arður hjá vá­trygg­inga­fé­lög­un­um. „Er því um að ræða upp­safnaðan hagnað sem fé­lög­in hafa verið að greiða út í arð sl. tvö ár,“ segir FME.

Í bréfi FÍB, Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, til Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­málaráðherra, birtist áskorun um að grípa taf­ar­laust til aðgerða „til að stöðva yf­ir­vof­andi grip­deild­ir trygg­inga­fé­laga úr sjóðum sem eru í eigu viðskipta­vina þeirra.“

Frétt mbl.is: Stingi ekki bótasjóðum í eigin vasa

Trygg­inga­fé­lög­in þrjú sem skráð eru á markað, þ.e. VÍS, Sjóvá og TM hafa gert til­lög­ur um arðgreiðslur er nema sam­tals 9,6 millj­örðum króna. Hagnaður fé­lag­anna þriggja nem­ur um 5,6 millj­örðum króna. VÍS hyggst greiða hæsta arðinn, eða sam­tals fimm millj­arða en arðgreiðslur Sjóvá nema 3,1 millj­arði króna.

Mbl.is hefur í morgun reynt að ná tali af forstjórum fyrrnefndra tryggingafélaga en þau svör fengust frá VÍS að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri fyrirtækisins, myndi ekki tjá sig um bréf FÍB. Frá TM fengust þau svör að forstjórinn væri ekki við og hefur forstjóri Sjóvá ekki svarað fyrirspurn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK