Vissu af „dauðalistanum“

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. mbl.is/Golli

Andri Þór Guðmunds­son, for­stjóri Ölgerðar­inn­ar, seg­ir að það hafi ekki komið sér á óvart að sjá fyr­ir­tæki sitt á lista inn­an úr Ari­on banka sem gengið hef­ur und­ir heit­inu „dauðalist­inn“. List­inn, sem hef­ur að geyma nöfn 40 fé­laga og fyr­ir­tækja í eigu þeirra, var fyrst gerður op­in­ber í Morg­un­blaðinu í fe­brú­ar síðastliðnum.

„Við viss­um alltaf af því að við vor­um á þess­um lista og fram­ganga bank­ans gagn­vart okk­ur í kjöl­far hruns­ins staðfesti það allt.“

Spurður út í það af hverju bank­inn hafi ekki tekið allt fyr­ir­tækið yfir seg­ir Andri að bank­inn hafi metið það svo að hon­um hafi ekki verið stætt á að reka fyr­ir­tækið án áfram­hald­andi þátt­töku þáver­andi stjórn­enda.

Annað dæmi um hörk­una sem fyr­ir­tæk­inu var sýnd seg­ir Andri Þór hafa birst í því að fast­eign­ir þess hafi endað að öllu leyti í eigu bank­ans.

„Við átt­um fé­lag utan um fast­eign­ir Ölgerðar­inn­ar. Það var að 51% hluta í eigu fyr­ir­tæk­is­ins og 49% hluta í eigu Ari­on banka. Við hina svo­kölluðu end­ur­skipu­lagn­ingu tók bank­inn all­an hlut fyr­ir­tæk­is­ins yfir. Þar færðust mikl­ar eign­ir yfir til bank­ans.“

Í um­fjöll­un um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag seg­ir hann bank­ann hafa gengið eins langt og hon­um var unnt í þeirri viðleitni að hrifsa til sín eign­ir af þáver­andi hlut­höf­um fyr­ir­tæk­is­ins. Ari­on banki hafi hrifsað til sín millj­arða eign­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK