500 milljóna lán verði tryggt með útsvari

Félagsbústaðir hafa óskað eftir því að lántaka þeirra verði tryggð …
Félagsbústaðir hafa óskað eftir því að lántaka þeirra verði tryggð með veði í útsvarstekjum.

Félagsbústaðir hafa óskað eftir því að 500 milljóna króna lántaka félagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga verði tryggð með veði í útsvarstekjum Reykjavíkurborgar.

Beiðnin var tekin fyrir á fundi borgarráðs í gær og var samþykkt að vísa erindinu til borgarstjórnar. Lánið er til fjörtíu ára og með verðtryggðum 3,2 prósent vöxtum. 

Lánið er tekið til að fjármagna kaup á félagslegu húsnæði og til uppgreiðslu óhagstæðari lána Félagsbústaða sem tekin voru til kaupa og viðhalds á félagslegu húsnæði. 

Ef borgarstjórn fellst á ábyrgðina skuldbindur hún sig jafnframt til þess að selja ekki eignarhlut sinn í Félagsbústöðum til einkaaðila áður en lánið verður greitt að fullu.

Fari svo að borgin selji eignarhlut í Félagsbústöðum til annarra opinberra aðila skuldbindur hún sig þá til að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfall við eignarhlut sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK