Heimila yfirtöku á Íslandsbanka

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað yfirtöku ríkisins á Íslandsbanka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að í kjölfar yfirtökunnar sé 65-70% af innlánastarfsemi í landinu undir yfirráðum ríkissjóðs og að þá hafi Íslandsbanki og Landsbankinn, sem er að langstærstum hluta í eigu ríkisins, mjög sterka stöðu á fleiri mikilvægum undirmörkuðum fjármálaþjónustu.

Enn fremur segir þar: „Yfirráð sama aðila yfir tveimur keppinautum með svo sterka stöðu eru að öllu jöfnu til þess fallin að raska samkeppni með alvarlegum hætti. Í hinu sameiginlega eignarhaldi felst hætta á því að starfsemi bankanna verði samræmd, beint eða óbeint, með skaðlegum hætti fyrir viðskiptavini og samfélagið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK