217 milljóna ágóði skattlagður sem laun

Baugur keypti hlutabréf Skarphéðins Bergs á 774 milljónir króna.
Baugur keypti hlutabréf Skarphéðins Bergs á 774 milljónir króna. Brynjar Gauti

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest niðurstöðu yfirskattanefndar um að skattleggja skuli 217 milljóna króna ágóða af kaupréttarsamningum Skarphéðins Bergs Steinarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra hjá Baugi, við félagið, sem laun en ekki fjármagnstekjur.

Skarphéðinn hafði farið fram á ógildingu úrskurðarins og mun hann áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar.

Skarphéðinn hóf störf hjá Baugi Group hf. árið 2002 og gerði kaupréttarsamninga við félagið sem hann svo nýtti.

Við starfslok árið 2007 náðust síðan sáttir um að Baugur myndi kaupa öll hlutabréf Skarphéðins í félaginu á raunverði en ekki innlausnarverði. Baugur keypti alla hluti hans á alls 774 milljónir króna á genginu 72,65.

Verulegur fjárhagslegur ávinningur og lítil áhætta

Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur segir að það sé ágreiningslaust í málinu að við uppgjör starfslokasamningsins 15. júní 2007 hafi Skarphéðinn notið verulegs fjárhagslegs ávinnings af sölu hlutabréfa sinna í Baugi Group hf. Þá segir að áhætta hans af fjárfestingunni hafi verið takmörkuð og lánafyrirgreiðsla vinnuveitanda rífleg. 

Einnig segir að ekki verði um það villst að kauprétturinn hafi staðið í nánum efnislegum tengslum við störf hans frá félaginu og skuli skattleggjast sem starfstengd hlunnindi.

Líkt og áður segir nam ávinningur Skarphéðins sem var skattlagður sem launatekjur alls 217 milljónum króna en það er mismunurinn á innlausnarverði hlutabréfanna og endanlegu söluverði þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK