Aðalfundi VÍS, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað. Guðmundur Þórðarson og Jóhann Halldórsson drógu framboð sín til stjórnar félagsins til baka rétt áður en aðalfundurinn hófst.
Gerði það að verkum að fjórar konur og einn karl voru í framboði til fimm manna stjórnar og því ómögulegt að mynda stjórn sem uppfyllti kröfur laga um kynjakvóta.
Var því tekin ákvörðun um að fresta stjórnarkjöri og situr núverandi stjórn VÍS því áfram.