Á daginn stýrir Eyrún Linnet rafveitu sem gæti séð Manchesterborg eða Mongólíu fyrir rafmagni í álverinu í Straumsvík. Eftir vinnu saumar hún þjóðbúninga sem hún segir bæði ávanabindandi en einnig að handavinnan færi ró sem sé hægt að líkja við hugleiðslu.
„Krakkarnir eru svona misjafnlega spennt fyrir því að fara í búninginn. Litlu strákarnir eru svona
oftast til í þetta,“ segir Eyrún Linnet, leiðtogi rafveitu hjá álverinu í Straumsvík sem rætt er við í þættinum Fagfólkið hér á mbl.is.
Í þættinum kíkjum við með Eyrúnu í vinnuna en líka í Annríki í Hafnarfirði þar sem áhugafólk um þjóðbúninga og gerð þeirra kemur saman og sækir fróðleik.
Á næstu mánuðum mun almenningi gefast kostur á að kynnast lífi og störfum fólks í iðnaði hér á landi í Fagfólkinu, stuttum og skemmtilegum þáttum á mbl.is. Í síðasta þætti kynntumst við Gunnar Óla Sigurðssyni sem er orkutæknifræðingur og töframaður.