„Rangfærslur stýrðu umræðunni“

Her­dís Dröfn Fjeld­sted, stjórn­ar­formaður VÍS
Her­dís Dröfn Fjeld­sted, stjórn­ar­formaður VÍS mbl.is/Eggert Jóhannesson

Boðað hef­ur verið til nýs aðal­fund­ar VÍS 6. apríl næst­kom­andi og er aðeins eitt mál á dag­skrá - kosn­ing stjórn­ar. Fresta varð aðal­fundi í gær vegna skorts á körl­um.  Stjórn­ar­formaður VÍS seg­ir að rang­færsl­ur hafi stýrt umræðunni um arðgreiðslur fé­lags­ins og að ýms­ir sem viti bet­ur hafi komið með rang­ar full­yrðing­ar.

„Trygg­inga­starf­semi er á marg­an hátt flókið fyr­ir­bæri. Það gef­ur þeim tæki­færi sem sjá ekk­ert at­huga­vert við það sóma síns vegna að veifa frek­ar röngu tré en engu. Þannig komu ýms­ir að umræðunni með rang­ar full­yrðing­ar vit­andi bet­ur. Hina er ekki hægt að áfell­ast sem endurómuðu slík­an mál­flutn­ing af vanþekk­ingu. Þar get­um við litið í eig­in barm og bætt úr upp­lýs­inga­gjöf um eðli starf­sem­inn­ar og þær regl­ur sem um hana gilda,“ sagði Her­dís Dröfn Fjeld­sted, stjórn­ar­formaður fé­lags­ins, í ávarpi sínu á aðal­fund­in­um í gær.

Við upp­haf aðal­fund­ar fé­lags­ins í gær til­kynntu Guðmund­ur Þórðar­son og Jó­hann Hall­dórs­son að þeir hefðu dregið fram­boð sín til aðal­stjórn­ar VÍS til baka. Þar með var ein­ung­is einn karl í fram­boði til aðal­stjórn­ar en fjór­ar kon­ur.

Sam­kvæmt 1. mgr. 63. gr. laga um hluta­fé­lög og 3. mgr. 19. gr. (áður 15. gr.) samþykkta fé­lags­ins skal hlut­fall hvors kyns í stjórn fé­lags­ins eigi vera lægra en 40%. Þar sem ein­ung­is einn karl­kyns ein­stak­ling­ur var í fram­boði til aðal­stjórn­ar var orðið ljóst að niðurstaða stjórn­ar­kjörs gat ekki orðið í sam­ræmi við fyrr­greint laga­ákvæði og ákvæði samþykkta fé­lags­ins. Nú­ver­andi stjórn starfar áfram þar til ný stjórn verður kjör­in á fram­haldsaðal­fundi.

Frest­ur til að til­kynna um ný fram­boð til stjórn­ar á stjorn@vis.is lýk­ur fimm dög­um fyr­ir fram­haldsaðal­fund­inn, föstu­dag­inn 1. apríl 2016, kl. 16:00. Fram­boðseyðublað má finna á vefsíðu fé­lags­ins. Upp­lýs­ing­ar um fram­bjóðend­ur til stjórn­ar verða lagðar fram hlut­höf­um til sýn­is í höfuðstöðvum fé­lags­ins eigi síðar en tveim­ur dög­um fyr­ir fram­haldsaðal­fund­inn.

Höfuðstöðvar VÍS
Höfuðstöðvar VÍS mbl.is/​Styrm­ir Kári

Í ávarpi sínu á aðal­fundi VÍS í gær fjallaði Her­dís Dröfn Fjeld­sted, stjórn­ar­formaður fé­lags­ins, meðal ann­ars um breyt­ing­ar­til­lögu stjórn­ar um arðgreiðslur vegna árs­ins 2015. Hún fór yfir fjöl­miðlaum­ræðu sem varð í kjöl­far fyrri til­lögu sem hún sagði lit­ast af van­trausti í garð at­vinnu­lífs­ins sem stjórn fé­lags­ins hefði van­metið og þyrfti að læra af. Það væri verk­efni viðskipta­lífs­ins, stjórn­mála og hags­munaaðila að vinna að því að end­ur­vinna traust og trúnað.

Her­dís sagði al­menna reglu þá að þeir fjár­mun­ir sem bundn­ir eru í hluta­fé­lög­um og nýt­ast ekki í rekstri þeirra séu greidd­ir til hlut­hafa.

Hún sagði að þegar nú­ver­andi stjórn tók við í nóv­em­ber síðastliðnum lá fyr­ir mark­mið um áhættu­vilja fé­lags­ins. „Sú stefna trygg­ir sterka stöðu fé­lags­ins til að mæta vá­trygg­ing­ar­skuld sinni og hag­kvæmni í rekstri. Miðað við þessa stefnu sem eng­in at­huga­semd hafði verið gerð við var arðgreiðslu­geta fé­lags­ins tölu­verð. Stjórn ákvað þó að ganga skem­ur en rúmaðist inn­an stefn­unn­ar og leggja til við aðal­fund arðgreiðslu upp á fimm millj­arða.

Sam­kvæmt hluta­fé­laga­lög­um er hlut­höf­um heim­ilt að leggja til lægri fjár­hæð í arðgreiðslur en stjórn legg­ur til. Þegar fram kom að ein­hverj­ir hlut­haf­ar teldu arðgreiðsluna of háa sendi stjórn frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem bent var á þetta. Fjár­mála­eft­ir­litið hafði áður sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem leiðrétt­ar voru ýms­ar rang­færsl­ur í umræðunni um arðgreiðslu, vá­trygg­inga­skuld og heim­ild­ir til að nýta af­komu af fjár­fest­inga­starf­semi til lækk­un­ar iðgjalda,“ sagði Her­dís í ræðu sinni.

Í 65. gr. laga um vá­trygg­inga­starf­semi kem­ur fram að iðgjöld skulu vera í sam­ræmi við þá áhættu sem í vá­trygg­ing­un­um felst og hæfi­leg­an rekstr­ar­kostnað. Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur eft­ir­lit með iðgjalda­grund­velli vá­trygg­inga­fé­laga með það fyr­ir aug­um að fram­an­greind skil­yrði séu upp­fyllt.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS
Sigrún Ragna Ólafs­dótt­ir for­stjóri VÍS mbl.is/​Styrm­ir Kári

Nei­kvæð umræða ógnaði orðspori fé­lags­ins

„Staðreynd­ir sem þess­ar höfðu lít­il áhrif á fjöl­miðlaum­ræðu og stjórn var ljóst að rang­færsl­ur, þótt leiðrétt­ar hefðu verið, stýrðu umræðunni og voru farn­ar að skaða fé­lagið og valda starfs­fólki fé­lags­ins gríðarlegu álagi.

Ég vil nota tæki­færið til þess að þakka starfs­fólki VÍS hversu vel það stóðst ágjöf­ina sem á því dundi. Það eru mik­il verðmæti að hafa slíkt fólk í röðum fé­lags­ins. Breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að miða arðgreiðslu síðasta árs við hagnað fé­lags­ins tek­ur mið af því að nei­kvæð umræða hafði öðlast sjálf­stætt líf sem ógnaði orðspori fé­lags­ins og eðli­leg­ar rök­semd­ir fyr­ir ráðstöf­un fjár­muna eins og upp­haf­lega var lagt upp með náðu ekki máli.

Trygg­inga­starf­semi er á marg­an hátt flókið fyr­ir­bæri. Það gef­ur þeim tæki­færi sem sjá ekk­ert at­huga­vert við það sóma síns vegna að veifa frek­ar röngu tré en engu. Þannig komu ýms­ir að umræðunni með rang­ar full­yrðing­ar vit­andi bet­ur. Hina er ekki hægt að áfell­ast sem endurómuðu slík­an mál­flutn­ing af vanþekk­ingu. Þar get­um við litið í eig­in barm og bætt úr upp­lýs­inga­gjöf um eðli starf­sem­inn­ar og þær regl­ur sem um hana gilda.

Ann­ar lær­dóm­ur sem við sem kom­um að þess­ari ákvörðun get­um dregið af umræðunni er að afstaðan til til­lög­unn­ar mótaðist meir af al­mennu van­trausti til viðskipta­lífs­ins en við gerðum okk­ur grein fyr­ir. Um­gjörð, regl­ur og eft­ir­lit með starf­semi fé­lags eins og VÍS eru mun meiri en áður var og stjórn vann eft­ir öll­um regl­um um góða stjórn­ar­hætti og þeirri ábyrgð sem hvíl­ir á jafn mik­il­vægri starf­semi og vá­trygg­inga­starf­semi.

Það er verk að vinna að skapa traust og trú­verðug­leika. Þar þarf viðskipta­lífið að leggja lóð á vog­ar­skál­ar, ásamt með stjórn­mála­mönn­um og hags­munaaðilum,“ sagði Her­dís.

Hún seg­ir að breyt­ing­ar­til­lag­an feli í sér frá­vik frá meg­in­reglu:

„Í fé­lag­inu eru hátt í eitt þúsund hlut­haf­ar og að baki stór­um hlut­höf­um eru end­an­leg­ir eig­end­ur al­menn­ing­ur í land­inu. Stjórn á hverj­um tíma þarf að horfa til þeirr­ar ábyrgðar sem felst í því að fara með fjár­fest­ing­ar al­menn­ings og af þeim verði eðli­leg arðsemi.

Breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar fel­ur í sér frá­vik frá þeirri reglu að heil­brigðast sé fyr­ir efna­hags og at­vinnu­líf að þeir fjár­mun­ir sem nýt­ast ekki til starf­semi hluta­fé­laga séu greidd­ir út til hlut­hafa sem finni þeim sjálf­ir far­veg. Þannig stuðla arðgreiðslur að fjöl­breytt­ari fjár­fest­ingu í sam­fé­lag­inu og snúa hjól­um efna­hags­lífs­ins.

Arðgreiðsla er held­ur ekki þess eðlis að nýir fjár­mun­ir verði til, enda lækka hluta­bréf fé­laga til sam­ræm­is við arðgreiðslu ef ekki kem­ur annað til. Ágætu hlut­haf­ar Í ljósi þess sem ég hefi rakið hér að fram­an er nauðsyn­legt að stíga var­lega til jarðar og verja orðspor fé­lags­ins. Breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um arðgreiðslu tek­ur mið af því,“ sagði Her­dís í ávarpi sínu á aðal­fundi VÍS í gær.

Á aðal­fund­in­um var samþykkti að mánaðarleg stjórn­ar­laun yrðu kr. 350.000,- fyr­ir al­menn­an stjórn­ar­mann og kr. 600.000,- fyr­ir formann. Vara­stjórn­ar­menn fengju greidda ein­greiðslu að fjár­hæð kr. 350.000,- í upp­hafi starfs­árs og að auki kr. 100.000,- fyr­ir hvern fund sem þeir mæta á. Þókn­un fyr­ir for­mennsku í end­ur­skoðun­ar­nefnd yrði kr. 160.000 á mánuði en aðrir nefnd­ar­menn fengju kr. 80.000 á mánuði. Þókn­un fyr­ir nefnd­ar­menn í starfs­kjara­nefnd yrði kr. 50.000 fyr­ir hvern fund.

Jafn­framt var samþykkt að greiða hlut­höf­um 2.067 millj­ón­ir króna í arð en til stóð að greiða út fimm þúsund millj­ón­ir í arð. 

Ávarpið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK