SAS með daglegt flug til Kaupmannahafnar

AFP

SAS mun frá og með deg­in­um í dag fljúga dag­lega frá Kaup­manna­höfn til Kefla­vík­ur og bæt­ist þar með í hóp Icelanda­ir og Wow air sem fljúga dag­lega til Kaup­manna­hafn­ar.

Um 437 þúsund farþegar nýttu sér áætl­un­ar­ferðir milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Kaup­manna­hafn­ar í fyrra og fjölgaði þeim um sex af hundraði frá ár­inu á und­an. Vél­ar Icelanda­ir fljúga allt að fimm sinn­um á dag til dönsku höfuðborg­ar­inn­ar og Wow býður upp á eina til tvær ferðir. Fram­boð á flugi héðan til Kaup­manna­hafn­ar er meira en til annarra borga að Lund­ún­um und­an­skild­um og hef­ur flug­leiðin staðið und­ir um tí­und af öll­um ferðum ís­lensku fé­lag­anna tveggja sam­kvæmt taln­ing­um Túrista. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK